Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 136
AIAGNUS FJALLDAL
í skýringum við „Sögu Sókn-arprestsins“ (bls. 384) slæðast einnig með
nokkrar villur. Þannig heldur Erlingur því £ram að í formála sögunnar
fordæmi presturinn ljóðstafasetningu og rím, „en guðrækilegt mál var á
þeim tíma ort með þeim hætti, hann virðist koininn á þá skoðun að al-
varleg skrif, sem ekki eru skáldskaparkyns, skuli vera í óbundnu máli“. I
formálanum (bls. 343) vitnar sóknarpresturinn fyrst til Bréfs Páls til Tí-
móteusar, en þar (1:4 og 4:7) gefur postulinn lítið fynir veraldlegan kveð-
skap. Presturinn er því ekki sérstaklega að fordæma ljóðstafasetningu og
rím, heldur skáldskap („fabúlur") yfirleitt. Það er líka mikill misskilning-
ur að guðrækilegt mál hafi á 14. öld á Englandi einungis verið ort undir
ljóðstafasemingu og rími. Sá bragarháttur átti ljóðstafasetninguna að
sækja í fornenskan kveðskap og hafði aðeins varðveist í norður- og vest-
urhéruðum Englands. Eina kvæðið sem að ég veit til að ort sé með þess-
um hætti er Piers Plowman, en það er ekki dæmigert fyrir neitt nema sjálft
sig. Það er heldur ekki alls kostar rétt, eins og Erlingur heldur íram, að
Chaucer hafi ritað „Sögu Sóknarprestsins“ „á gamals aldri, 1390 eða
svo“. Ekkert er ntað með vissu um aldur sögurmar (sjá Riverside-útgáf-
una, bls. 956-957), þótt ýmsar tilgátur hafi verið settar fram. Hafi hún
verið samin um 1390 var Chaucer heldur ekki ýkja gamall. Erlingur tel-
ur hann fæddan um 1343 (bls. 348) og það er nærri lagi.6 Hann er því 47
ára árið 1390 ogvarla kominn að fótum fram.
Þá kemur fram mikil aðdáun á bók G. L. Kittredges: Chaucer and his
Poetry. Ut af fyrir sig er ekkert nema gott um Kittredge að segja, en bók
hans var rituð 1915 og er því ekki beinlínis dæmigerð fjnir Uðhorf fræði-
manna á 21. öldinni.' Sú upphrópun Erlings (bls. 387) að bókin sé með
þeim ágætum „að önnur slík hefur trauðla verið rituð“ ber vott um nokk-
urt örlyndi þýðanda, og það bætir gráu ofan á svart að tilvitnun í hana í
upphafs- og lokaorðum þýðanda (bls. 386 og 393) þess efnis að Chaucer
hafi aldrei þurft að fá neitt að láni, bara að taka eftir, er dæmi um löngu
úreltar og rangar skoðanir sem menn höfðu á verkum Chaucers í upphafi
Hngtök og heití í bókmemnafræði, bls. 81, (Mál og menning, 1989) eða Ensk-íslensb -
ar orðabókar Sörens Sörenssonar, bls. 354, (Om og Orlygur, 1984).
6 I dómskjali sem varðveist hefur er Chaucer spurður um aldur, og þar kemur fram að
hann vissi ekki nákvæmlega hvenær hann var fæddur, enda lítáð lagt upp úr afrnæl-
isdögum á miðöldum. Hins vegar má ráða af öðram gögnum að hann sé fæddur á
bilinu 1340 til 1343.
7 Sjá George Lyrnan Kittredge: Chaucer and bis Poetiy; lectures delivered in 1914 ...
Cambridge: Harvard University Press, 1915.
134