Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 191
HLUTVERK KENMNGA í FAGURFRÆÐI
unum. Hvað er þeim öllum sameiginlegt? - Ekki segja: Þeir hljóta að eiga
eitthvað sameiginlegt, annars væru þeir ekki kallaðir „leikir“, heldur
ho?-fðu og sjáðu hvort eitthvað sé þeim öllum sameiginlegt. - Því að ef þú
skoðar þá muntu ekki sjá neitt sem er þeim öllum sameiginlegt, heldur
líkindi, tengsl, og það fleiri en ein ef út í það er farið ...“
TöfL eru eins og spil að sumu leyti en ekki öðru. Ekki eru allir leikir
skemmtilegir, né heldur er alltaf um það að ræða að vinna keppni eða
tapa. Sumir leikir líkjast öðrum að sumu leyti - og það er allt og sumt.
Við finnum enga nauðsynlega og nægilega eiginleika, aðeins „flókið net
líkinda sem skarast á ýmsa vegu“, þannig að við getum sagt um leiki að
þeir myndi fjölskyldu með íjölskyldusvip en engu sameiginlegu einkenni.
Ef spurt er hvað leikur sé, grípum við upp dæmi um leiki, lýsum þeim og
bætum tdð: „Þetta og svipaða hluti köllum við leiki.íí Þetta er allt sem við
þurfum að segja og raunar allt sem við vitum um leiki. Að vita hvað leik-
ur er felst ekki í því að kurrna einhverja eðlisskilgreiningu eða fræðikenn-
ingu, heldur að geta þekkt og útskýrtleild og skera úr um hver af ímynd-
uðum eða nýjum dæmum við mundum kalla „leiki“ og hver ekki.
Spumingin um eðh listarinnar er eins og spumingin um eðfi leikjanna,
a.m.k. að þessu leyti: Ef við horfum og sjáum hvað það er sem við köll-
um „list“ munum við ekki heldur finna nein sameiginleg einkenni - að-
eins mismunandi líkindi. Að vita hvað hst er felst ekki í því að greina ein-
hver ljós eða leynd eðliseinkenni, heldur að geta borið kennsl á þá hluti
sem við köllum „hst“, lýst þeim og útskýrt þá, í ljósi þessara líkinda.
En aðallíkindin milh þessara hugtaka er hið opna einkenni þeirra. Til
þess að útskýra þau má gefa ákveðin dæmi (viðmið) þar sem enginn vafi
leikur á hvort þeim sé réttilega lýst sem „hst“ eða „leik“, en ekki er hægt
að gefa neitt tæmandi mengi dæma. Eg get talið upp nokkur dæmi og
nokkur skilyrði þar sem ég get beitt listhugtakinu réttdlega, en ég get ekld
tahð þau öll upp, af þeirri veigamiklu ástæðu að ófyrirsjáanleg eða ný
skilyrði geta alltaf komið upp eða eru hugsanleg.
Hugtak er opið ef skilyrðunum fýrir beitdngu þess má breyta eða leið-
rétta, þ.e. ef það má hugsa sér eða benda á aðstæður eða dæmi sem
mundu kalla á einhvers konar ákvörðun af okkar hálfu um að víkka notk-
un hugtaksins út þannig að það nái yfir þetta; eða loka hugtakinu og
finna upp nýtt til þess að fást við þetta nýja dæmi og nýja eiginleika þess.
Ef hægt er að staðhæfa nauðsynleg og nægileg skilyrði fyrir beitingu
hugtaks, er hugtakið lokað. En þetta getur aðeins gerst í rökfræði eða
189