Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 166
GEORGE DICKIE
„verði að vera hægt að veita af einstaklingi sem lítur á snhðisgrip sem
hæfan til skoðunar .. ,“.2 Þessi tilvitnun sýnir svo ekki verður um vdllst að
strax í upphafi beinir kenningin sjónum sínum að athöfnum hstamanna
þegar þeir skapa list.
Arið 1971 endurorðaði ég skilgreininguna með það fyrir augmn að
fjarlægja þessa mögulega villandi hugmynd um hver skapar listina,
þannig að hún hljóðaði:
Listaverk í flokkunarmerkingu er 1) smíðisgripur 2) sem ein-
staklingur eða einstaklingar sem koma íram fyrir hönd ákveð-
innar þjóðfélagsstoíhunar (listheimsins) hefiir lýst hæfan til
skoðunar.3
Árið 1974 orðaði ég skilgreininguna nokkurn veginn á sama hátt:
Listaverk í flokkunarmerkingu er 1) smíðisgripur 2) þar sem
mengi ákveðinna eiginleika hans hefur verið lýst hæft tál skoð-
unar af einstaklingi eða einstaklingum, sem koma fram fyrir
hönd ákveðinnar þjóðfélagsstofhunar (listheimsins).4
í báðum þessum seinni skilgreiningum talaði ég um „einstakling eða ein-
staklinga“, það er að segja, listamann eða listamenn, sem lýsa }dir hæfi til
skoðunar, til þess að forðast að gefa í skyn að þjóðfélagið stæði sem heild
að því að búa til list.
Þrátt fi,TÍr þá vísvitandi nákvæmni sem ég hef tamið mér eftir fyrstu
skilgreininguna til þess að forðast misskilning um hvernig list er sköpuð
samkvæmt stofhunarkenningunni, hefur nákvæmlega þetta atriði víða
verið rangtúlkað. I bók sinni, Málaralistin (Painting as an ai't), ffá 1987
eignar Richard Wollheim mér þá skoðun sem ég gerði mér sérstakt far
um að forðast og einblínir á fyrri gerðir kenningarinnar. Sér í lagi eign-
ar Wollheim mér þá skoðun, samkvæmt fyrri gerðum kenningarinnar, að
listin sé búin til af fulltrúum listheimsins sein hittist og komi frarn í sam-
einingu sem hópur til að ákvarða stöðu vissra hluta. Wollheim hendir
síðan gaman að þessari fáránlegu skoðun:
Tilnefnir listheimurinn í raun og veru fulltrúa? Ef hann gerir
2 Sama rit, sami staður.
3 George Dickie, Aestbetics: An IiitJ-oduction (Indianapolis: Pegasus, 1971), bls. 101.
4 George Dickie, Art and the Aesthetic: An Institutional Analysis (Ithaca, N.Y.: Cornell
University Press, 1974), bls. 34.
164