Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 17
UM AROÐUR
Ó, Þýzkaland, hataðu nú! Gyrtu þig vopnum, og rektu byssu-
sting þinn gegntun hjarta hvers einasta óvinar. Taktu enga
fanga. Þaggaðu niður í þeim öllum. Breyttu nágrannalöndum
þínrnn í eyðimörk.
Ó, Þýzkaland, hataðu! Heilbrigði mun spretta undan bræði
þinni. Kljúfðu þá í herðar niður með öxum eða höggum byssu-
skefta. Þessir ræningjar eru villidýr, þeir eru ekki menn. Láttu
hnefa þinn fullnægja dómi drottins.
Ó, Þýzkalands, augnablik hatursins er komið! Greiddu þung
högg og stór. Herflokkar, stórir og smáir, geysizt fram! Að lok-
um munt þú sjá þá á rústum heimsins, læknaða að fullu af þinni
fomu fíflsku: að þýkja vænt um útlendinga.
Það er óþarft að fara mörgum orðum um, hvílík áhrif kvæði eins og þetta
getur haft á stríðstímum til að tendra bál heiftar og haturs, halda því við
og örva til gereyðingar, sem er öfgafýllsta og trylltasta útrásarform bar-
dagahvatarinnar. Svona herhvöt getur verkað fullvel á einstaklinginn út af
fýrir sig, þegar hann er upptendraður af föðurlandsást. Höfundurinn
gleymir ekki heldur að nota ættjarðarástina sem bakgrunn, og takmark
hans er múgsefjun af trylltustu tegund. Hann ávarpar fósturjörðina sem
hina blíðu móður, er verði að rista rúnir hatursins á sál sína og kasta fýr-
ir borð öllum mannlegum tilfinningum. Ættjörðin og þjóðin renna sam-
an í eitt, einstaklingurinn er máður út, hann er einnig falinn í hinu lotn-
ingarfulla og ástríðuþrungna ávarpi: Ó, Þýzkaland. Með þessari tækni
verður kvæðið miklu öflugra vopn til múgsefhunnar meðal hermannanna.
Maður sér þá í anda ganga í fýlkingu, gráa fýrir jámum, jörðin enduróm-
ar háttbundið fótatak þeirra. Þeir syngja þennan óð, Ó, Þýzkaland -
augnabhks viðkvæmni - hataðu! - Svipimir harðna, hendumar kreppast
um byssuskeftin, þúsundir fóta stíga þungt til jarðar, svo að glymur í stein-
lögðu strætinu. Þúsundir sálna renna saman í eina hópsál. -
Hér hefur verið drepið á, hvernig taka má bardagahvöt mannsins og
hamra á henni, unz vaxið hefur upp rótgróið hatur. Bardagahvötin er
óspart notuð sem farvegur til þess að veita áróðrinum í. Aróðursmaður-
inn stefnir að því að sannfæra aðra um, að hans málstaður sé betri eða
réttari en málstaður andstæðingsins; hann sé óvinur, er haldi réttinum
fýrir manni eða annað þess háttar. I íslenzkum blöðum sér maður stund-
!5