Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 53

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 53
FRANCISCO FRANCO OG MÓTUN SPÆNSKS ÞJÓÐARANDA Uppbyggmg þjóðarstolts Með niðurbrotmni og skelfingu lostinni þjóð var fyrsta áfanga í mótun þjóðarandans náð. Næsta skref var að byggja upp þjóðarstoltið að nýju. Falangískt skólakerfi þurfti að velja sér eftirbreytniverðar hetjur til að hafa áhrif á æskulýð landsins. Ein af þeim var áðurnefnd miðaldahetja el Cid, sem var uppi á 11. öld. Hann ólst upp við hirð konungs Kastilíu og kemur fyrst til sögunnar þegar erfingjar konungsríkisins leggjast í bræðravíg út af krúnunni. Einn konungssonanna, Sancho, er myrtur og leikur grunur á að bróðir hans Alfonso sé viðriðinn morðið. Til að sanna það rís el Cid upp gegn konungi og fer fram á að harui sverji þann eið að hafa ekki átt neinn þátt í mojðinu. Við það ávann hann sér ekki traust hins verðandi konungs. Með tímanum sköpuðu mannkostir el Cid honum óvini. Svo kom að öfundarmenn hans báru á hann að hafa stungið undan hluta af pening- um sem hann átti að heimta fyrir konung og var hann því dæmdur í út- legð úr heimbyggð sinni Burgos í Kastilíu. Þrátt fyrir óréttmæti útlegð- arinnar hlýddi el Cid skilyrðislaust og fór úr ríkinu. Umdeilt er hvað el Cid gerði þau ár sem hann var í útlegð. Sumir segja að hann hafi verið í þjónustu márakonungsins í Zaragoza sem leiguliði um hríð og aðrir telja að hann hafi haldið áfram að vinna lönd af márum þar til hann drýgði þá hetjudáð að ná borginni Valencia úr höndum mára.11 Saga el Cid er eitt og túlkun á henni annað. Það sem mestu máli skipt- ir er að el Cid er hafinn upp til skýjanna og breytt í sögulega hetju í með- förum Ramón Menéndez Pidal, sem réttilega er nefndur faðir spænskr- ar textafræði. Hann er líka faðir þeirrar ímyndar af el Cid sem enn lifir á Spáni. Arið 1895 vann Menéndez Pidal ritgerðasamkeppni um epískt ljóð sem til er um hetjuna og með rannsóknum hans á ljóðinu var fyrsti spænski textaffæðiskólinn orðinn til. Þangað til höfðu erlendir fræði- menn séð um allar textarannsóknir. Djúpstæð sjálfsmyndarkreppa þjóð- arinnar vegna missis síðustu nýlendnanna árið 1898 krafðist þess að ný og reisuleg sjálfsmynd yrði sköpuð sem gæti endurreist þjóðarstoltið. Frá því í upphafi 19. aldar brotnaði spænska heimsveldið smám saman niður þar til einungis eyjamar Puerto Rico, Kúba og Filippseyjar vom eftir. Byggja þurfti upp þjóðarímynd í stað stolts nýlenduherranna. I stað þess að miða við hirtn glataða nýlenduheim, beindi Menéndez Pidal sjónum 11 Poema de mio Cid. Ritstjóri Colin Smith. Oxford 1972, bls. xxiv-xxix. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.