Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 152
ARTHUR C. DANTO
hlutum til handa, heldur áherslu á ný, marktæk einkenni viðtekinna lista-
verka, með þeim afleiðingum að gjörólíka grein þurfti nú að gera fyrir
stöðu þeirra sem listaverka. Um leið og nýja kenningin festist í sessi voru
ekki aðeins post-impressjónísk málverk viðurkennd sem list, heldur var
fjöldi muna (grímur, vopn o.s.ffv.) fluttur af mannfræðisöfnum (og
ýmsum öðrum stöðum) yfir til vmsées de beaux arts. En eins og við mátti
búast út frá þeirri staðreynd að mælikvarðinn á gildi nýju kenningarinn-
ar er að hún geri grein fyrir öllu því sem eldri kenningin gerði, þá þurfti
ekki að flytja neitt af musée de beaux arts - enda þótt safngripina innan
þess yrði að flytja milli geymsluhúsnæðis og sýningarsala. Otölulega
margir þeirra sem mæltir eru á tungumál listarinnar hengdu á arinhillur
í úthverfunum óteljandi eftirlíkingar af viðmiðunardæmum fyrir orða-
sambandið „listaverk“ sem hefði gert Edwardiska forfeður þeirra mál-
stola.
Nú fer ég að vísu ekki rétt með þegar ég tala um kenningu; sögulega
séð voru margar kenningar uppi, allar, þótt undarlegt megi heita, skil-
greindar að meira eða minna leyti út frá EK. Listasögulegar flækjur
verða að víkja fyrir kröfum röklegrar framsetningar og ég mun tala eins
og ein kenning hafi komið í stað hinnar, og bæta að hluta til upp þessar
sagnfræðilegu rangfærslur með því að halda mig við eina kenningu sem
var í raun og veru sett ffarn. Samkvæmt henni bar ekki að skilja umrædda
listamenn sem misheppnaðar eftirhermur raunverulegra forma, heldur
sem velheppnaða skapendur nýrra forma, sem væru alveg jafn raunveru-
leg og formin sem eldri list hafði líkt eftir með sannfærandi hætti í bestu
tilvikum. Listin hafði, hvað sem öðru líður, lengi vel verið hugsuð sem
sköpunarstarf (Vasari segir að Guð hafi verið fyrsti listamaðurinn) og
post-impressjónistana átti að skýra sem sanna, skapandi listamenn sem
miðuðu, með orðum Rogers Fry, „ekki að blekkingu, heldur raunveru-
leika“. Þessi kenning (RK) bauð upp á alveg nýjan hátt á að skoða mál-
verk, gömul sem ný. Og það mætti jafnvel túlka grófa teikninguna hjá
Van Gogh og Cézanne, aðgreiningu forms og útlínu hjá Rouault og
Dufy, tilviljunarkennda notkun litflata hjá Gauguin og Fauvistum sem
ólíkar leiðir til að beina athyglinni að þeirri staðreynd þetta væru ekki-
eftirlíkingar, sérstaklega til þess ætlaðar að blekkja ekki. Röklega séð væri
þetta hliðstæða þess að prenta „Olöglegur seðill“ yfir snilldarlega vel
falsaðan peningaseðil, þannig að seðillinn (fölsun með yfirprentun) gæti
með engu móti blekkt neinn. Hann er ekki óekta peningaseðill, en ein-
150