Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 190
MORRIS WEITZ
ingu hugtaksins list, og ekki sannar eða ósannar staðhæfingar um eðlis-
eiginleika allrar listar.
En öll þessi gagnrýni á hefðbundnar fagurfiræðikemnngar - að þær séu
hringskilgreiningar, ófullkomnar, óprófanlegar, gervistaðreyndir, dul-
búnar tillögur um að breyta merkingu hugtaka - hefur komið fram áður.
Ætlun mín er að fara út fyrir þetta og koma með djúptækari gagnrýni,
sem sé þá, að fagurfræðikenning sé röklega ótæk tilraun til að skilgreina
það sem ekki verður skilgreint, að staðhæfa nauðsynlega og nægilega eig-
inleika þess sem hefur enga nauðsynlega og nægilega eiginleika, að hugsa
sér listhugtakið lokað þegar sjálf notkun þess sýnir og krefst þess að það
sé opið.
Spurningin sem við þurfum að byrja á er ekki „Hvað er list?“, heldur
„Hvers konar hugtak er list}“ Meginvandi heimspekinnar sjálfrar er ein-
mitt að skýra sambandið milli notkunar tiltekinna hugtaka og skil}Tð-
anna fyrir réttri beitingu þeirra. Ef ég má umorða það sem Wittgenstein
hefur sagt, þá megum við ekki spvrja, Hvert er eðli einhvers heimspeki-
legs x?, eða jaínvel, út frá merkingarfræði, Hvað merkir „x“?, því að í því
felst umsnúningur sem leiðir til þeirrar afleitu túlkunar að „list“ sé heiti
á einhverri tiltekinni tegund hluta; heldur: Hver er notkun eða beiting
„x“? Hverju áorkar „x“ í tungumálinu? Þetta tel ég vera frumspurning-
una, upphaf ef ekki endi allra heimspekilegra vandamála og lausna. I fag-
urfræði er fyrsta vandamál okkar því að skýra raunverulega notkun hug-
taksins list og gefa röklega lýsingu á raunverulegu hlutverki hugtaksins,
þar á meðal lýsingu á skilyrðunum fyrir því að við getum notað það, eða
afleiddar myndir þess, réttilega.
Fyrirmynd mína að röklegri lýsingu af þessu tagi eða heimspeki er að
finna hjá Wittgenstein. Með því að hrekja heimspekilegar fræðikenning-
ar í merkingunni „smíði skilgreininga á heimspekilegmn fyrirbærum",
hefur hann komið nútímafagurfræði fyrir á ráslínu þaðan sem sækja má
fram á við. I hinu nýja verki sínu, Rannsóknum í heimspeki,1 tekur Mfitt-
genstein dæmi af spurningunni: Hvað er leikur? Hefðbundið heimspeki-
legt, fræðilegt svar mundi felast í því að afinarka eitthvert tæmandi
mengi eiginleika sem væru sameiginlegir öllum leikjum. Þessu svarar
Wittgenstein með því að biðja okkur að skoða það sem við köllum
„leiki“: „Ég á við tafl, spil, boltaleiki, Olympíuleiki og þar fram eftir göt-
L. Wlttgenstein, Philosophicallnvestigaúons, þýð. E. Anscombe, Oxford, 1953; sjá eink-
um I. hluta, gr. 65-75. Allar tilvitnanir eru úr þessum greinum.
188