Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 130
ÞORGERÐUR E. SIGURÐARDÓTTIR
gerða. Og það er einmitt þessi tilfinning fyrir tilviljun sem gerir söguna
afar heillandi og gefur henni draumkenndan blæ sem er í ætt við töffa-
raunsæi. Uthugsuð skipulagning og ótrúlegar tilviljanir kallast þannig
alltaf á í textanum.
Eins og fram hefur komið snýst Sagan af sjóreknu píanóunum öðrum
þræði um eðh skáldskaparins og því ekki hægt að segja að ráðist sé á
garðinn þar sem hann er lægstur. Þegar upp er staðið veitir þetta sjónar-
hom á söguna lesandanum mikla fyllingu, textiim hefur fengið fagur-
fræðilegar víddir sem era á einhvern hátt afar gefandi og halda vel utan
um söguna. Þegar Kolbeinn ákveður að leigja gám, koma honum fyrir
við Oskjuhlíð og dvelja þar í nokkra mánuði er það ekki aðeins uppreisn
gegn stjómleysingjasamtökunum, sem eru farin að hafa mikil áhrif á
gang lífs hans, heldur er þessi dvöl í sjálfu sér skáldskapur: „Kannski var
þetta þó fyrst og fremst til að ganga í augun á Sólveigu. I óeiginlegri
merkingu að sjálfsögðu, eins konar gjörningur ortur til hennar. Man-
söngur. Af því að hún kunni svo vel að meta allt sem var úr hófi skringi-
legt og líka auðvitað af því að hann var sjálfur veikur fyrir því skáld-
lega“.n Höfundurinn hefur lagt mikla áherslu á það að gefa sögunni
ákveðið form, og það má segja að hægt hefði verið að vinna betur úr
þeirri hugmynd sem að baki liggur, þ.e. að tengja saman sögurnar tvær af
Kolbeini og Sólveigu með ögn áþreifanlegri hætti. Það er stundum eins
og vantá að þétta sögurnar betur og samflétta þær betur til þess að hin
metnaðarfulla hugmynd sem að baki skáldsögunnar liggur gangi full-
komlega upp. Það er svo auðvitað spurning hvort sagan hefði tapað ein-
hverju af ófyrirsjáanleikanum, sem á ekki síst þátt í þeim heillandi anda
sem svífur yfir henni, ef að hún hefði verið pússuð til um of.
Skáldskapur Guðrúnar Evu er ólíkur flestu því sem ungir rithöfundar
á Islandi eru að fást við í dag. Margir hafa sýnt endurnýjaðan áhuga á
þjóðfélagsgagnrýni og ádeilu hvers konar, þó að efnistök séu með afar
misjöfhum hætti. Nægir þar að nefna ný skáldverk Andra Snæs Magna-
sonar, Steinars Braga, Stefáns Mána og Mikaels Torfasonar. Þeir hafa all-
ir tekist á við íslenskan samtíma með ádeilukenndum hætti, þó að þeir
styðjist við mjög ólíkar frásagnaraðferðir. Guðrún Eva hefur kosið að
fara allt aðra leið,12 og má segja að báðar skáldsögurnar sem fjallað hef-
11 Sagan afsjóreknu píanóunum, bls. 135.
12 Verk Guðrúnar Evu eru fremur skyld verkum Kristínar Omarsdórtur og Vigdísar
Grímsdóttur en verkum annarra rithöfunda af yngstu kynslóðinni.
128