Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 147
ÞURRTOGAIS!
Tilgangurinn með þessum þýðingum er að kynna fyrir íslenskum les-
endum þrjú dæmi um þá heimspekilegu umræðu um listhugtakið sem
farið hefur fram innan vébanda rökgreiningarheimspekinnar á síðari
hluta 20. aldar. Tvær þessara ritgerða mega heita sígildar í bandarískri
fagurfræði 20. aldar, ritgerðir Weitz og Dantos. Ritgerð Dickies er á
hinn bóginn nýleg en hefur þann kost að veita yfirsýn yfir viðfangsefni
hans. Ritgerðir Weitz og Dantos, sem hér fýlgja á eftir í íslenskri
þýðingu, voru upphaflega þýddar haustið 2000, fýrir nemendur í hst-
heimspeki við myndhstardeild Listaháskóla Islands, en ritgerð Dickies
vorið 2003, fyrir nemendur í málstofu um listheimspeki við heimspeki-
deild Háskóla Islands. Eg vil þakka nemendum í málstofunni fyrir góðar
umræður og gagnlegar ábendingar. Þeir Jón Olafsson og Guðni Elísson,
ntstjórar Ritsins, hafa lesið þýðingamar yfir og bent á margt sem betur
mátti fara; einkum vil ég þakka þeim athugasemdir við þýðinguna á rit-
gerð Dickies, en í henni vora (og eru) ýmis erfið þýðingavandamál, sem
þeir eiga þakkir skildar fyrir að leysa svo að við verði unað. Þá þakka ég
Erlendi Jónssyni, prófessor, fjnir að greiða úr einni rökfræðilegri flækju.
Ritgerðin eftir Morris Weitz ber á ffummálinu heitið „The Role of
Theory in Aesthetics“ og birtist upphaflega árið 1956 í 15. hefti banda-
ríska listffæðitímaritsins JoumalofAestheticsandArt Criticism, bls. 27-35.
Grein Dantos heitir á frummálinu „The Artworld“ og birtist fyrst árið
1964 í 61. árgangi tímaritsins Journal ofPhilosophy, bls. 470-482. Ritgerð
Dickies neftúst á frummáhnu „The Institutional Theory of Art“ og birt-
ist í safhritinu Theories of Art Today, ritstj. Noél Carroll, Madison/
London, The University of Wisconsin Press, 2000, bls. 93-108.
G5