Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 49
FRANCISCO FRANCO OG MÓTUN SPÆNSKS ÞJÓÐARANDA
stefnuna og óumburðarlyndið sem í námsgreimmum fólst en áróðurinn
var gegndarlaus og grímulaus. Mótun þjóðarandans tók á hegðun, sögu-
skoðun, kristiimi breytni og heimsmynd. Aróðurinn var fluttur af stolti
og hroka, því menn Francos áttu landið og skólakerfið og töldu það vera
hlutverk sitt að móta komandi kynslóðir og sérstaklega böm þeirra sem
höfðu orðið undir í stríðinu.2
Þjóðin var klofin í tvær fylkingar. Bræður höfðu barist, íjölskyldur
vom sundraðar og sigurvegarana skipti mestu að geta hratt og örugglega
steypt hug næstu kynslóðar í kaþólsk og andkommúnísk mót. Besta
trygging fyrir því fólst í árangursríkri barnafræðslu og útrýmingu þeirra
sem vom andsnúnir og „hættulegir“ stjórnvöldum og hefðu getað haft vit
fyrir bömunum. Fyrir þá sem töpuðu stríðinu og vom áfram á Spáni virt-
ist stríðinu aldrei ljúka. Þrjátíu þúsund aftökur áttu sér stað að stríði
loknu og fangelsi á Spáni vom barmafull.3
Talið er að um 280 þúsund manns hafi verið á bak við lás og slá árið
1940, þó ekki væri pláss fyrir fleiri en 20 þúsund fanga í fangelsum lands-
ins samkvæmt útreikningum mannúðarlegra hegningarfræða. I upphafi
sjötta áratugarins hýstu dýflissur landsins jafnvel enn fleiri fanga.4
Hreinsanir í ríki Francos fóm fram fyrir opnum tjöldum. Ríkið taldið
nauðsynlegt að framkvæma hreinsanir með því að slengja þjóðinni í
gegnum skilvindu góðs og ills. Pyntingar og aftökur á lýðveldissinnum,
sem höfðu beðið lægri hlut í borgarstríðinu, vom löglegar og hluti af
yfirlýstri stefhu stjómvalda. Lokamarkmiðið var að byggja upp heil-
steypta þjóð sem aðhylltist „sönn“ gildi og deyfa sársaukann sem allir
höfðu gengið í gegnum.
Þjóðernishyggja, sameigirdeg menning og trú urðu aðal uppistaðan í
áróðri Francos. Því varð hann að eigna sér þjóðararfinn, sögu landsins og
helstu menntamenn ‘98 kynslóðarinnar sem höfðu barist fyrir ffamsækn-
um og nútímalegum Spáni. Sú kynslóð er kennd við árið 1898, árið sem
Spánn missti síðustu nýlendur sínar í Nýja heiminum og breyttist úr
heimsveldi í venjulegt þjóðríki á Pírineaskaganum. Menntamenn ‘98
kynslóðarinnar byggðu upp nýja einfalda sjálfsmynd fyrir spænsku þjóð-
ina og hjálpuðu til við að sætta sig við nýlendumissinn en gagnrýndu
2 „Valores“, (http://www.elalmanaque.com/julio/7-7-eti.html) 18. apríl 2003.
3 Stanley G. Pyne, Imágenes inéditas de La Guerra Civil (1936-1939). Madrid 2002,
bls. 29-30.
4 Richard Vinyes, Irredentas. Las presas políticas y sns hijos en las cárceles jranquistas.
Madrid 2002, bls. 20-21.
47