Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Qupperneq 193
HLUTVERK KENNINGA í FAGURFRÆÐI
komið upp og munu án efa halda áfram að koma upp; ný listform, nýjar
stefnur munu koma fram, og munu krefjast ákvarðana af hálfu þeirra sem
í hlut eiga, yfirleitt audnnumanna úr hópi listrýnenda, um hvort víkka
eigi hugtakið eða ekki. Fagurfræðingar geta ákvarðað líkindaskilyrði, en
aldrei nauðsynleg og nægileg skilyrði fýrir réttri beitingu hugtaksins.
Þegar um hugtaldð „list“ er að ræða er aldrei hægt að telja upp til hlítar
skilyrðin fýrir beitingu þess sökum þess að ávallt má gera ráð fýrir nýjum
tilvikum, ímynduðum eða sköpuðum af listamönnum, eða jafnvel náttúr-
unni, sem myndu kalla á ákvörðun af einhverra hálfu um að víkka hið
gamla eða loka því eða finna upp nýtt hugtak. (T.d. „Þetta er ekki skúlp-
túr, heldur hreyfiverk.“)
Eg er því að halda því fram að sjálft hið framsækna, ævintýragjarna
einkenni listarinnar, hin stöðuga breyting og nýsköpun, geri það röklega
ómögulegt að tryggja eitthvert mengi skilgreinandi eiginleika. Við get-
um vitaskuld ákveðið að loka hugtaki. En að gera það við „list“ eða
„harmleik“ eða „andlitsmynd“ o.s.fnr. er út í hött af því að það lokar fýr-
ir sjálf skilyrði sköpunargáfunnar í listum.
Mtaskuld eru til lögmæt og gagnleg lokuð hugtök í listinni. En það eru
ávallt hugtök þar sem skilyrðin hafa verið afmörkuð í sérstökum tilgangi.
Skoðum t.d. muninn á „harmleik“ og „(varðveittum) grískum harmleik“.
Hið íyrra er opið og verður að vera það til þess að gera ráð fýrir mögu-
leikanum á nýjum skilyrðum, t.d. leikriti þar sem hetjan er ekki af göfug-
um ættum eða fallin af stalli eða það er engin hetja heldur aðrir þættir
eins og þeir sem einkenna þau leikrit sem við köllum nú þegar „harm-
leiki“. Hið síðara er lokað. Leikritin sem beita má því á, skilyrðin fýrir
því að beita því réttilega, eru öll meðtalin um leið og afmörkunin „grísk-
ur“ er gefin. Hér getur gagnrýnandinn fundið upp kenningu eða eðlis-
skilgreiningu þar sem hann telur upp samkenni a.m.k. þeirra grísku
harmleikja sem varðveist hafa. Skilgreiningu Aristótelesar má túlka sem
(að vísu ófullkomna) eðlisskilgreiningu á þessu lokaða hugtaki þó að hún
sé að vísu röng sem kenning um öll leikrit Aískýlosar, Sófóklesar og Evr-
ípídesar, því að hún nær ekki til þeirra allra, sem með réttu má kalla
„harmleiki“.8 En hana má einnig skoða sem meinta eðlisskilgreiningu
„harmleiksins“ og því miður hefur það oft gerst. Þar líður hún fýrir þau
röklegu mistök að reyna að skilgreina það sem ekki er hægt að skilgreina
8
Sjá H.D.F. Kitto, Greek Tragedy, London, 1939, um þetta atriði.