Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 192
MORRIS WEITZ
stærðfræði þar sem hugtökin eru sérsmíðuð og skilgreind til hlítar. Það
getur ekki gerst þegar um lýsandi reynsluhugtök og gildishugtök er að
ræða, nema við lokum þeim að eigin geðþótta með því að takmarka notk-
unarsvið þeirra.
Eg tel best að útlista þetta opna einkenni „hstar“ með því að taka dæmi
af undirhugtökum hennar. Lítum á spumingar eins og: „Er U.S.A. efdr
Dos Passos skáldsaga?“, „Er To tbe Lighthouse eftir Virginiu Woolf skáld-
saga?“, „Er Finnegan’s Wake eftir James Joyce skáldsaga?“ Samkvæmt
hefðbundinni skoðun eru þetta spumingar um staðreyndir sem svara má
játandi eða neitandi eftir því hvort finna má skilgreinandi eiginleika eða
ekki. En þegar spurningin kemur upp, og það hefur hún margoft gert í
þróunarsögu skáldsögtmnar allt frá Richardson til Joyce (t.d. „Er L'Ecole
desfemmes eftir Gide skáldsaga eða dagbók?“), þá snýst hún alls ekki um
staðreyndagreiningu á nauðsynlegum og nægilegum eiginleikum, heldur
ákvörðun um hvort viðkomandi verk sé í sumum atriðum svipað öðrtun
verkum sem ganga undir heitinu „skáldsaga“ og því megi víkka hugtaldð
þannig að það nái yfir hið nýja tdlfelli. Nýja verkið er ffásögn, skálduð
upp, með persónusköptm og samtölum, en (t.d.) fléttan er ekki í réttri
tímaröð eða er klippt sundur með raunverulegum blaðafféttum. Það er
eins og viðurkenndar skáldsögur, A, B, C ... að sumu leyti, en ólíkt þeim
að öðru leyti. En hins vegar voru hvorki B né C eins og A að sumu letui
þegar ákveðið var að víkka hugtakið sem beitt var á A yfir til B eða C.
Vegna þess að N+1 (glænýja verkið) er eins og A, B, C, ... N að sumu
leyti - hefur svipmót með þeim - er hugtakið víkkað og nýtt tímabil
skáldsögunnar verður til. „Er N+1 skáldsaga?“ er því ekki spurning um
staðreyndir, heldur ákvörðunaratriði, þar sem úrskurðurinn veltur á því
hvort við víkkum út skilvrðin fyrir beitingu hugtaksins eða ekki.
Það sem gildir um skáldsöguna gildir einnig, að ég hygg, urn sérhvert
undirhugtak listarinnar: „harmleik“, „skopleik", „málverk“, „óperu“
o.s.frv., um sjálft hugtakið „list“. Engri spurningu af taginu „Er X skáld-
saga, málverk, ópera, listaverk o.s.ffv.?“ er unnt að svara afdráttarlaust
játandi eða neitandi eins og um sé að ræða spurningu um staðrermdir.
„Er svona collage málverk eða ekki?“ byggist ekki á neinu mengi nauðsyn-
legra og nægilegra eiginleika málverksins, heldur á því hvort við ákveð-
um - eins og við gerðum! - að víkka út hugtakið „málverk“ þannig að það
nái yfir þetta dlfelli.
Sjálft hugtakið „list“ er opið hugtak. Ný skilyrði (tilvik) hafa sífellt
190