Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 155
LISTHEIMURINN
beita má að réttu lagi á líkama, má einnig að réttu lagi, og án þess að
breyta um mælikvarða, beita á persónur. Svo að það er ekki hægt að upp-
götva að persónan sé ekki líkami.
Við byrjum kannski á því að útskýra að ekki eigi að horfa fram hjá
málningunni, að hún sé hlnti af hlutnum, svo að hluturinn er ekki bara
rúm sem hefur óvart verið málað, heldur samsettur hlutur búinn til úr
rúminu og málningunni: málningarrúm. A sama hátt er persóna ekki efn-
islegur hlutur sem óvart getur Kka hugsað, heldur flókin vera saman sett
af líkama og vitundarástandi: vitundarlíkami. Persónur, eins og listaverk,
verða því að skoðast sem ósmættanlegar niður í hlnta sína og eru í þeim
slálningi ffumstæðar. Eða, með nákvæmara orðalagi, málningin er ekki
hluti af raunverulega hlutnum - rúminu - sem svo vill til að er hluti lista-
verksins, heldur er hún, eins og rúmið, hluti af listaverkinu sem slíku. Og
þetta mætti alhæfa og einkenna þar með í grófum dráttum listaverk sem
innihalda rarmverulega hlutí: Það er ekki svo að sérhver hluti listaverks
L sé hluti rauverulegs hlutar R þegar R er hluti af L og má þar að auld
skilja frá L og skoða eingöngu sem R. Misskilningurinn fram að þessu
hefur þá verið sá að telja L vera hluta sjálfs sín, nefnilega R, jafnvel þótt
það væri ekki rangt að segja að L sé R, að listaverkið sé rúm. Það er sagn-
orðið „er“ sem hér þurfti að útskýra.
Það er til „er“ sem skipar öndvegissess í staðhæfmgum um hstaverk og
á ekki að leggja að jöfnu við það er sem kveður á um samsemd eða um-
sögn; né heldur er það sama er og kveður á um tilveru eða kennsl, né
heldur eitthvert sérstakt er fundið upp í heimspekilegum tilgangi. Samt
sem áður er það í almennri notkun og böm ná auðveldlega tökum á því.
Það er sú merking er sem kemur fram þegar bami er sýndur hringur og
þríhymingur og það spurt hvort sé það og hvort systir þess, og það bend-
ir á þríhyrninginn og segir: „Þetta er ég“; eða þegar næsti maður svarar
spumingu minni með því að benda á rauðklæddu persónuna og segja:
„Þetta er Lér konungur“; eða þegar ég er staddur í galleríi ásamt félaga
mínum og bendi á blett í málverkinu fýrir framan okkur og segi við hann
til útskýringar: „Þessi hvíti blettur er Ikarus.“ I þessum tilvikum meinum
við ekki að það sem bent er á tákni eða sýni það sem það er sagt vera, því
að orðið „Ikarus" stendur fýrir eða táknar Ikarus: En ég mundi ekki, í
sömu merkingu er, benda á orðið og segja: „Þetta er Ikarus.“ Semingin:
„Þetta a er b“ samræmist fyllilega semingunni: „Þetta a er ekki b“ þegar
hin fyrri notar er í þessari merkingu en hin síðari í einhverri annarri, þó
153