Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 151
LISTHEIMURINN
list og hvað ekki: annars hefðu þeir aldrei heillast svo mjög af spegil-
myndum.
I
Setjum sem svo að við berum uppgötvun listaverka af alveg nýjum toga
saman við uppgötvun staðreynda af alveg nýjum toga, þ.e. einhvers sem
vísindamenn þurfa að útskýra. I vísindum, eins og annars staðar, lögum
við oft nýjar staðreyndir að gömlum kenningum með aukatilgátum, sem
er svo sem afsakanleg íhaldssemi þegar hlutaðeigandi kenning er talin of
verðmæt til að varpa umsvifalaust fyrir róða. Nú er eftdrlíkingarkenning-
in um hst (EK), ef maður hugsar hana í þaula, ótrúlega öflug kenning
sem skýrir fjölda fyrirbæra sem tengjast tilurð listaverka og mati á þeim
og skapar furðu mikla einingu á þessu margbrotna sviði. Ennfremur er
auðvelt að verja hana gegn mörgum hugsanlegum mótbánun með því að
varpa fram aukatilgátum eins og t.d. að listamaður sem víkur frá eftirlík-
ingunni sé brenglaður, hæfileikalaus eða vitfirrtur. En hæfileikaleysi,
loddaraskapur eða vitfirring eru allt sannprófanlegar umsagnir. Setjum
nú sem svo að athuganir sýni fram á að tilgáturnar standist ekki, að kenn-
ingin, sem ekki verður frekar tjaslað í, þurfi að víkja og ný að koma í
hennar stað. Og ný kenning er sett fram, og tekur yfir það sem hægt er
af gildissviði eldri kenningarinnar, þar á meðal fýrri staðreyndir sem voru
eldri kenningunni þrándur í götu. Með þessu móti mætti hugsa sér
ákveðin tímabil í sögu listarinnar á ekki ósvipaðan hátt og ákveðin tíma-
bil í sögu vísindanna, þar sem hugtakabylting á sér stað og þeir sem neita
að horfast í augu við ákveðnar staðreyndir gera það að sumu leyti af for-
dómum, tregðu og eiginhagsmunum, en einnig af þeirri staðreynd að
viðurkenndri kenningu, eða a.m.k. almennt viðtekinni, er ógnað með
þeim hætti að öll samkvæmni virðist rokin út í veður og vind.
Tímabil af þessu tagi gekk í garð með tdlkomu post-impressjónískra
málverka. Ut frá ríkjandi listkenningu (EK) var ógerlegt að viðurkenna
þau sem list, nema sem vanhæfa list: Annars mátti hafna þeim sem prakk-
araskap, auglýsingamennsku eða myndrænni hliðstæðu óðs manns æðis.
Svo að tdl þess að fá þau viðurkennd sem list, á sama grundvelli og Um-
myndunina (svo ekki sé talað um hjört eftir Landseer), nægði ekki gjör-
breyttur smekkur, heldur þurftd að koma til fræðileg endurskoðun og það
allviðamikil, sem fól ekki aðeins í sér listræn borgararéttdndi þessum
149