Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 25
UM AROÐUR
Um það eitt á að hugsa, hvemig maður geti bezt komið ár sinni fyrir
borð.
Það væri meginfirra að minnast þannig á orsakir heimsstyrjaldarinnar
(fyrri), að svo gæti virzt sem Þýzkaland ætti þar nokkra sök. Umsvifalaust
ber að velta sakarbyrðinni yfir á andstæðinginn, jafhvel þótt það sé ekki
í samræmi við staðreyndir.
2. Áróðurinn ber ætíð að miða við þá áheyrendur, sem sízt em dómbær-
ir, því að þeir era jafnan í meiri hluta. Því fleiri sem hlusta á, þeim mun
lægra ber að leggjast í áróðrinum.
3. Áróðurinn á ætíð að skírskota til frumstæðra kennda og hvata, aldrei
til vitsmunanna.
4. Maður á að láta sér nægja fáein aðalatriði og „slagorð“, sem endurtek-
in em sí og æ. Endurtekningin er mikilvægust af öllu.
Þetta em í stuttu máli meginreglur Adolfs Hitlers um áróður, og það er
óþarft að taka fram, að hann hefur yfirleitt ekki bragðið mikið út af þeim.
Hann segir á öðmm stað í bók sinni, að þýzka þjóðin hafi ekki hugmynd
um, hvernig afvegaleiða verði þjóð, ef maður ætli sér að vinna fylgi fjöld-
ans.
Mönnum blöskrar ef til vill þessi hugsanaferill, og Hitler er ekki einn
um hann. Rússneskur siðffæðiheimspekingur, Preobrasjenski, hefur
komizt þannig að orði: „Lygi og svik era oft mikilvæg vopn í baráttu
hinna arðrændu stétta við fjendur sína ... Það er allt annað að strá ryki í
augun á óvini sínum en að reyna að leika á stríðsbróður sinn eða félaga.“
Þetta er gamla sagan um, að tilgangurinn helgi meðalið. I sjálfu sér er
lofsverðara, að játað sé hreinskilnislega, að engin vopn séu svo ódrengi-
leg, að ekki megi nota , heldur en hafa á sér yfirskyn guðhræðslunnar og
afneita hennar krafd, berja sér á brjóst, hneykslast yfir prettum, blekk-
ingum, .rógi og lygi, en nota þó öll þessi vopn og þykjast vera heiðvirð-
ur og meta sannleikann mest allra dyggða.
Ovandaður áróður, afskræming staðreynda, ósannindi og blekkingar,
hálfsagður sannleikur, þögn um mikilvægar staðreyndir er orðið svo al-
gengt nú á dögum, einnig í lýðræðislöndum, einnig hér, að mikil hætta
er á ferðum. Reynt er að sannfæra fjöldann með tillfinningum, sem eru
23