Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Side 61
FRANCISCO FRANCO OG MÓTUN SPÆNSKS ÞJÓÐARANDA
ans.“ Þá var notuð kennslubókin Escuela Espaíiola.25 í formála til kennara
er lögð áhersla á að taka ekki veraldleg gæði fram yfit guð, föðurlandið,
réttlætið og sannleikann. Þar segir einnig að til þess að geta menntað
kynslóð sem leggur upp úr þessum gildum verða fullorðnir að vera fyrir-
myndir bama sinna með því að vera „heilagir, hugrakkir, vitrir“. I texta
bókarinnar fyrir nemendur er svo mynd af heilögum Frans, Alfonso
tíunda hinum vitra og hetjunni Cid. Um þá segir myndatextinn: „Og þeir
þrír hjálpuðu Spáni að ná markmiði sínu, því þeir sýndu öllum að and-
legt ríkidæmi er mun mikilvægara en veraldlegt“ (191). Vissulega vom
þessi orð við hæfi á eftirstríðsárunum á Spáni þar sem allir liðu skort og
enginn gat lifað af skömmtunarmiðunum. Svartimarkaðurinn blómstraði
og margir sem framleiddu mat urðu forríkir á skömmum tírna. Af text-
anum má sldlja að heilagur Frans, Alfonso vitri og el Cid séu þrenning
sem byggir jörðina á meðan á himni ríkir hin heilaga þrenning. Jafhffamt
skína í gegn grunngildi ríldsstjómar Francos, kaþólsk trú, hugrekki og
viska. Enn á ný er hamrað á hringrás sögunnar og sammni fortíðar við
nútíð veldur því að augljóst er að allar þessar dygðir er að finna í Franco
sjálfum. Hann einn ber með sér mannkosti merkustu manna spænskrar
sögu.
I sömu bók er kafli sem nefnist „Stórmenni miðalda“. Þar em miðald-
ir útskýrðar á eftirfarandi hátt: „A þessum öldum vom mörg stórmenni á
Spáni, stórkostlegar föðurlandshetjur, þeir sem mest unnu að því að
móta föðurlandið og marka örlög þess. Margir þeirra vom hermenn því
þá var aðalatriðið að taka af mámm hin stóm landsvæði sem þeir höfðu
stolið frá „okkur“. Komið er á klárri tvískiptingu milli kristinna manna
og mára og með notkun persónufomafhsins „við“ í textanum mynda
Spánverjar eina heild gegn óvininnm mámm. Notkun sagnarinnar „að
stela“ þarfnast ekki skýringar. Loks er hetjunni Cid lýst og hetjudáðum
hans, en þess hvergi getið að harrn hafi verið í þjónustu márakonungsins
í Zaragoza og enn síður minnst á að arabar löguðu sig að Spáni og gift-
ust spænskum konum (245). Hluti af því að byggja upp þjóðarstoltið er
að skilgreina glæsta fortíð og dást að því hvemig „la raza espanola“ eða
spænsld kynstofninn sér til þess að sagan endurtekur sig sífellt.
Flestar kennslubækur þessa tíma beina orðum sínum til drengja en
stúlkur fengu einnig sinn skerf af kynbundnum áróðri. Augustín Serrano
25 Escuela Espanola, Endclopedia. Madrid án ártals, bls. 191. Blaðsíðutal framvegis í
meginmáli.
59