Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 69
AF HEIMSVELDUM AUÐMAGNS OG ALMÚGA ...
að móta hugtökin, þ.e. veruna upp á nýtt með markvissum hætti
(Deleuze/Guattari 2000: 97-131).
Það er í raun með þessum hætti sem þeir félagar skapa hugmynd sína
um heimsveldið nýja, heimsveldi sýndarinnar sem er allt annað en hið
gamla heimsveldi líkamans, þjóðarlíkamans, sem þandist út með auknu
valdi og varð slíkur fitukeppur að hjartað gaf sig og líkaminn dó.
Um leið eru hugmyndir þeirra um valdið þannig að lýsa má því sem
hfrænu, lífvaldi ef þýða á orðið „biopower“ beint eftir orðsins myndan.
Hér nærast þeir á Foucault og greina nýtt form valds fýrir hið nýja
heimsveldi. „Lífvaldið er tegund valds sem stýrir samskiptum manna
innan frá, fylgir þeim, túlkar þau, innbyrðir þau og endursegir þau. [...]
Lífvaldið vísar þannig til þess' ástands þar sem valdið þarf að öðlast gerð
og endurgerð Kfsins sjálfs“ (Hardt/Negri 2000: 24). Þannig er valdið ekki
miðstýrt, utan við okkur sjálf, heldur komið inn í allt sem við gerum,
nærumst á og sköpum andlega sem líkamlega. Við getum nærst á mat-
vælum sem eru hönnuð af mönnum en ekki náttúrunni og við getum
skapað böm í samræmi við kröfur valdsins, böm sem em afurð þess og
ósk, rétt eins og skáldsaga Huxleys, Veröld nj oggóð, sé að verða veruleiki.
Greining Hardts og Negris er hins vegar ekki svo ókunnugleg, hún er
að miklu leyti marxísk, þótt hún hatist ekki við heimsveldið eins og marx-
isminn við borgarastéttina; líkt og Deleuze og Guattari telja þeir að fram-
þróun heimsveldisins sé nauðsynleg og þar með gagnleg, jafnvel þótt and-
æfa þurfi með einhverjum hætti. Það er þessi markhyggja sem vekur upp
spumingar um hvort greiningin sé ekki leidd um of að því markmiði sem
höfundamir hafa og kemur samt æði mikið á óvart í lokin.
Hér má kaimski aftur vísa til Deleuze og Guattari og hugmynda þeirra
um að „óendanleg hreyfing hugsunarinnar - sem Husserl nefhdi telos -
verði að tengjast hinni miklu afstæðu hreyfingu kapítalsins, sem afsvæð-
ir sig án afláts til að tryggja völd Evrópu yfir öllum öðram þjóðum og
nýsvæðingu þeirra“ (Deleuze/Guattari 2000: 113).3
Greiningin hittir þó oft í mark, þótt niðurstaðan, eins og hjá Marx,
orld tvímælis. Það er til að mynda athyglisvert að lesa kafla sem heitdr á
ensku „Commons" og við getum þýtt sem „AJmennmgar“ og skilið vítt;
hér eftir fer þýðing á stuttum kafla undir þessari fyrirsögn og hafa skyldi
í huga aðstæður á Islandi sem em höfundunum vafalaust allsendis
ókunnar:
3 Eg geri ráð fyrir að Evrópa standi hér sem pars pro toto fyrir Vesturlönd.
67