Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 116
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
Dante ákærir af heilagri reiði en Sigfós dregur upp skopmynd. Fróðlegt
er að lokum að skoða stutta athugasemd í Grænukompu sem er almenns
eðlis en gæti þó varpað nokkru ljósi á „Myndsálir“, enda innan um drög
að því kvæði:
Skáldverk verður vart componerað nema út ffá relativu jafa-
vægis-ástandi höfandarins; þetta jafhvægis-ástand smitar að
jafhaði verkið sem pródúserað er; breiðir yfir öfgarnar, ofsann,
yfir það sem óbærilegt er, yfir sannleikann ...
IX
Með hliðsjón af túlkun minni hér að framan mætti kannski rifja upp
fræga ritskýringu á ensku frá fyrrihluta síðustu aldar, bókina The Road to
Xanadu efdr John Livingstone Lowes. Bókin var rannsókn á tveimur
kvæðum eftir enska skáldið Samuel Taylor Coleridge, „Kubla Khan“ og
„The Rime of the Ancient Mariner“. Þar sýndi höfandurinn fram á
hvernig Coleridge hafði viðað að sér efni úr hinum ólíkustu áttum, ekki
síst úr ferðabókum, en var hann þar með búinn að gera kvæðunum skil?
Ekki taldi T.S. Eliot svo vera og sagði að bókmenntagagnrýni af þth
tagi sem bókin hefði fram að færa og fælist í því að skýra verk út frá upp-
runa þess eða efhiviði27 - slík gagnrýni gerði lítið til að auka skilning á
skáldskap og væri raunar handan við landamæri þess sem kalla mætti
bókmenntagagnrýni. Bókin væri að vísu „hrífandi uppljóstrun“, en fyrst
og fremst hefði höfandurinn sýnt að „skáldlegur ffumleiki er ekki hvað
síst fólginn í frumlegum aðferðum við að heyja sér sundurleitasta efhi og
bræða það saman í nýja heild.“ Bókin væri mikilvæg heimild um vinnu-
brögð skálds og það hvernig snillingur meltir hráefhi sitt og umbreytir
því, en þó gæti enginn haldið því fram eftir lestur bókarinnar að hann
væri nokkru nær um kvæðið sem kvæði, „enda vakti ekki fyrir bókarhöf-
undi að gera kvæðið skiljanlegra sem skáldskap11.28
27 „the criticism of explanation by origins", kallaði Eliot slíka gagnrýni. On Poetry and
Poets, bls. 107.
28 „The Road to Xanadn [...] is a fascinating piece of detection." Og: „Lowes showed,
once and for all, that poetic originality is largely an original way of assembling the
most disparate and unlikely material to make a new whole. The demonstration is
quite convincing, as evidence of how material is digested and transformed by the
poetic genius. No one, after reading this book, could suppose that he understood
The Ancient Mariner any better; nor was it in the least Dr. Lowes’s intention to make