Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 162
ARTHUR C. DANTO
raunveruleiki hlytu þeir að vera óekta, svo að listaverk hlutu nauðsynlega
að vera eftirmyndir rarmverulegra hluta. Þetta var of þröngt. Það sá Yeats
þegar hann orti: „Once out of nature I shall never take / My bodily form
from any natural thing.“ Þetta er bara spuming um val: og Brillo-kassi
listheimsins getur vel verið Brillo-kassi raunheimsins, aðgreindur frá
honum og sameinaður honum af er hstrænna kennsla. En að lokum vildi
ég víkja nokkrum orðum að kenningunum sem gera listaverkin möguleg
og tengslum þeirra innbyrðis. I því sambandi mun ég gefa mér svör við
sumum erfiðustu heimspekilegu spumingum sem mér eru kunnar.
Ég mun nú huga að umsagnapörum sem tengjast hvert öðru sem „mót-
setningar“ (e. opposites), og skal fúslega tdðurkenna að þetta hugtak sé
hvort tveggja í serm, löngu úrelt og harla óljóst. Gagnstæðar (e. contrad-
ictory) umsagnir eru ekki mótsetningar, því að önnur þeirra hlýtur að
gilda um sérhvern hlut í heiminum, en hvorug mótsettra umsagna þarf
að gilda um suma hluti í heiminum. Hlumr verður fyrst að vera af
ákveðnu tagi áður en önnur hvor mótsettra umsagna gildir um hann, og
þá mun í mesta lagi og að minnsta kostá annar helmingur mótsetningar-
innar gilda um hann. Svo að mótsetningar eru ekki andstæður (e. contr-
aries), því að andstæður geta báðar verið ósannar um suma hluti í heim-
inum, en mótsetningar geta ekki báðar verið ósannar; því að um suma
hluti gemr hvorug mótsemingin verið ósönn; því að um suma hluti get-
ur hvorug mótsemingin verið marktæk nenia hlumrinn sé af réttri teg-
und. En ef hluturinn er af réttri tegund, þá haga mótsetningarnar sér sem
gagnstæður. Ef T og ekki-F eru mótsemingar, verður hluturinn h að vera
af ákveðnu tagi T áður en önnur hvor þeirra gildir um hann svo mark-
tækt sé; en ef h er hluti af T, þá er h annað hvort F eða ekki-F og hinn
möguleikinn útilokaður. Mengi mótsemingapara sem á marktækan hátt
er unnt að eigna hlumm úr menginu (h)Th [mengi hluta h sem eru af teg-
undinni 7] mun ég kalla mengi T-marktækra nmsagna. Og nauðsynlegt
skilyrði þess að hlutur sé af taginu T er að um hann gildi að minnsta kosti
eitt T-marktækt mótsetningapar. En ef hlutur er af taginu T gildir reynd-
ar minnst og mest eitt af hverju T-marktæku mótsetningapari um hann.
Nú hef ég áhuga á T-marktækum umsögnum fyrir T-mengi listaverka.
Og lámm F og ekki-T vera mótsemingapar slíkra umsagna. Nú kynni svo
að vera að yfir langt tímabil væri sérhvert listaverk ekki-T. En úr því að
hingað til er ekkert bæði listaverk og T, þá kynni svo að fara að það
160