Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Side 143
Gunnar Harðarson
Þurrt og á ís!
Inngangur að ritgerðum efrir Morris Weitz,
Arthur Danto og George Dickie
Stundum heyrist því haldið fram að bresk rökgremingarheimspeki sé
einhver sú óskemmtilegasta birtingarmynd sem hafi nokkru sinni verið
sýnd í kvikmyndahúsi hugsunarinnar. Þurrt og á ís - rökfræðihröngl og
tæknilegt krap andnnuhugsuða í bland við „fáguð“ en bragðlítil smá-
atriði: „Gerum ráð fyrir p“ og þar með myrkvast skilningur áhugamarms-
ins sem hélt að við værum öll heimspekingar og frelsið, fegurðin og list-
in væru meðal helstu viðfangsefnanna; og hann vindur sér yfir í næsta sal
háskólabíósins þar sem stendur yfir kynning á franskri framúrstefhu-
heimspeki: Nef, litur, keimur - leður eða jám? Þótt undarlegt megi virð-
ast er það samt innan rökgreiningarhefðarinnar sem fagurfræði og hst-
heimspeki hefur staðið í blóma á seinni hluta 20. aldar. A það má minna
að eitt áhrifamesta rit í fagurfræði fyrir seinna stríð var efdr breskan
heimspeking, R. G. Collingwood, sem var prófessor við Oxford-háskóla
og gerðist árið 1938 með bók sinni, Principles ofArt,1 einn helsti tals-
maður tjáningarkenningarinnar í fagurfræði; þess skal einnig getið að
faðir hans, W. G. Collingwood, sem var m.a. vinur og aðstoðarmaður
enska listfræðingsins Johns Ruskin, var áhugamaður um íslenskar forn-
sögur, fór í pílagrímsferð til Islands árið 1897 og málaði frábærar vatns-
1 Um kenningar Collingwoods má lesa hjá Símoni Jóh. Agústssyni, List og fegurð,
Reykjavík, Hlaðbúð, 1953, 2. útg. Reykjavík, Iðnnn, 1993; sjá einnig Henry Alex-
ander Henrysson, „Um List og fegurð efdr Símon Jóhannes Agústsson“, Hugur:
Tímarit um heimspeki, 8, 1995-1996, bls. 62-76.