Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 23
UM AROÐUR
Svo að þið ætlið þá að neyða mig til að lesa erfðaskrána? Sláið
þá hring um lík Cæsars, og ég ætla að sýna ykkur manninn, sem
gerði erfðaskrána. A ég að koma niður? Viljið þið veita mér leyfi
til þess?
Ef þið eigið nokkur tár tdl, þá búizt nú til að gráta þeim. Þið
þekkið allir skikkju Cæsars. Eg man, þegar hann bar hana í fyrsta
sinn. Það var eitt sumarkvöld í tjaldi hans. Þann dag sigraðist
hann á Nervum.
Sko! Hér fór rýtingur Cassíusar í gegn, sjáið þið rifuna, sem
hinn illgjarni Casca gerði. I gegnum þessa stungu rak Brútus, ást-
vinur Cæsars, rýting sinn, og þegar hann dró bölvaðan kutann úr
sárinu, sjáið þið, hvernig blóð Cæsars elti hann, rétt eins og það
rynni út til þess að ganga úr skugga um, hvort það væri Brútus,
sem barði svona óvingjamlega að dyrum. Því að þið vitið, að Brút-
us var engill í augum Cæsars. Dæmið þið, guðir, hve heitt Cæsar
unni honum. Þetta var allra óvinveittasta stungan, því að þegar
hinn göfuglyndi Cæsar sá hann reka í sig rýtinginn, þá varð hon-
um vanþakklætið sterkara en vopn drottinssvikanna og gersigraði
hann. Þá sprakk hið mikla hjarta hans, og með skikkjuna sveipaða
um andht sér féll hinn voldugi Cæsar rétt við fótstallinn undir
líkneski Pompejusar, sem blóðlækur rann um alla stund. O, hvílíkt
fall, kæru landar! Þá féll ég og þið - og allir féllum við niður, en
blóðþyrstir drottinssvikaramir sveifluðu sverðum yfir okkur.
O, nú grátið þig, og ég sé, að þið finnið mátt meðaumkunarinn-
ar. Þetta era dýrmætir dropar (c: tárin). Góðir drengir! Hvað er
þetta! Emð þið að gráta, þótt þið sjáið ekki annað en skorna
skikkju Cæsars? Sjáið héma. Hér er hann sjálfur, sundur tættur af
drottinssvikurum, eins og þið sjáið.
Góðir vinir, kæra vinir, ég ætla ekki að æsa ykkur upp í neinn
ógnar ofsa. Þeir, sem hafa unnið þetta verk, em heiðursmenn. Ég
veit því miður ekki, hvaða einkaástæður þeir hafa haft, sem knúðu
þá til þess að gera þetta. Þeir em vitrir og vandaðir menn og munu
vafalaust svara ykkur með rökum. Eg er ekki hingað kominn, vin-
ir mínir, til þess að stela hjörtum ykkar. Eg er ekki mælskumaður
eins og Brútus. Eg er, eins og þið allir vitið, blátt áffam og ber-
orður maður, sem elska vin minn, og það vissu þeir vel, sem leyfðu
mér að tala hér opinberlega um hann. Því að hvorki hef ég ritaða