Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 18
JOHANN SÆMUNDSSON
um frásagnir um, að „ágætur baráttuhugur hafi verið í fundarmönnum"
á pólitískum flokksfundum, „vígstaðan“ sé í bezta lagi og svo framvegis.
Sýnir þetta, að þeir, sem í blöðin rita, skynja ósjálfrátt, að leikið er óspart
á bardagahvötina, þótt mannvíg séu engin og hæpið að tala um
„vígstöðu“ hér hjá okkur.
I hernaðarlöndum hlúir vopnaburður og heræfingar að bardagahvöt-
inni og það á fleiri en einn veg, ekki sízt, ef börn eru vanin við vopna-
burð þegar á unga aldri, eins og á sér stað í facistaríkjunum og Sovétríkj-
unum. Það, sem menn læra, glæðir oft yfirburðakennd þeirra gagnvart
þeim, sem minna kunna, og maðurinn er ekki ófus til að sýna yfmburði
sína. Einkennisbúningar, orður og affeksmerki glæða einnig yfirburða-
kenndina, en sú framhvöt, sem þarna er notuð sem farvegur, er sjálfs-
hafhingarhvötin.
I áróðri er því oftast þannig hagað, að áróðursmaðurinn leikur á marg-
ar frumhvatir í senn og gerir þær að bandamönnum sínum. Hann skjall-
ar þá, sem hann ætlar að vinna til fýlgis við sig, og vekur hjá þeim sjálfs-
hafhingarhvötina og þá geðshræringu, sem henni fylgir, sem sé jákvæða
sjálfstilfinningu, er endað getur með því, ef nógu oft er á þessu hamrað,
að sérstakir flokkar, stéttir eða þjóðir telji sig öllum öðrum betri og
fremri. Oflunarhvötin er einnig óspart notuð. Henni fylgir sú tilfinning,
að maður eigi eitthvað, og er hún sérstaklega rík hjá nirflinum. Með því
að vekja öflunarhvötina og þar með eignartilfinninguna, er auðvelt fyrir
áróðursmanninn að sýna ffam á, hve andstæðingurinn sé svívirðilegur að
gína yfir hlut annarra. Aróðursmaðurinn notar fleiri farvegi í frumeðli
mannsins en þetta.. Hann vekur til dæmis viðbjóð, sem er geðshræring,
er fylgir einni af eðlishvötum manna og dýra, sem birtist í sinni frum-
stæðustu mynd, er menn hrækja einhverjum óþverra út úr sér. Aróðurs-
maðurinn getur bæði vakið reiði og viðbjóð, en að lokum hatur á and-
stæðingi sínum með því að útmála grimmd hans, lygar og hvers konar
mannvonzku. Þá notar hann oft forvitnishvötina sem hjálpartæki. Bæði
notar hann hana sem nokkurs konar könnunartæki til þess að komast að,
hvers menn vænta og óska, svo að hann geti leikið á þá strengi, en einnig
til að skerpa athyglina um smndarsakir, og þá notar hann tækifærið, með-
an hugurinn er eitt spurningarmerki, að smeygja inn einhverju atriði, er
hann vill, að festist vel í minni. Oft notar hann spurningarformið í þessu
skyni. A eftir spurningunni bíður hann oft - til að auka effirvæntinguna,
áður en hann svarar sjálfur, svo að áheyrendur fái tóm til að svara sjálfir
16