Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 15
ÞORSTEINN GYLFASON - MINNING
að rífast harkalega í umræðum um heiminn og við rökþrot var hlaupið
heim til hans, enda þótt allir vissu að hann var að vinna. Sprengmóð
gerðu þau boð fyrir hann og spurðu: „Af hverju rignir, Þorsteinn?“
Svo var það músíkgáfan, bókmenntirnar og skáldskapurinn. Þær héld-
ust fast í hendur gyðjur tónhstar og ljóða í lífi Þorsteins. Hann samdi lög
og þýddi fjöldann allan af ljóðum úr mörgum tungumálum; hann skrif-
aði bækur og flutti fyrirlestra víðsvegar í heiminum um heimspeki og
tungumál, um málið og merkingar. Hann var óþreytandi liðsmaður Is-
lensku óperunnar, þýddi óperurnar sem fluttar voru, ritstýrði veglegum
leikskrám í hartnær tvo áratugi. Auk þess létti hann lengi vel undir í dag-
legum rekstri með alls kyns viðvikum, og sást þó hvergi á í öðrum störf-
um hans. Hann lék á píanó og samdi hljómþýð lög, þar sem Angið, ang-
ið rósir er í uppáhaldi margra eldri vina hans. Hann var hvatamaður að
Háskólatónleikunum og gaf þannig stúdentum og öðrum áhugamönnum
kost á að hlusta á tónlist í hádegishléinu á miðvikudögum. A síðasta ári
beitti hann sér fyrir því að kjörflygill var keyptur fyrir Hátíðasal Háskóla
Islands. Hljóðfærið var vígt nú á haustdögum á minningartónleikum um
Þorstein, þar sem flutt voru sönglög efdr hann og lög við þýðingar hans.
Tvær bækur geyma útkomnar ljóðaþýðingar hans, Sprek afi reka og Söng-
fiigl að sunnan. Margt er enn óprentað.
Það var Þorsteinn Gylfason sem hleyptd af stokkunum Lærdómsritum
Hins íslenzka bókmenntafélags, ritstýrði þeim um árabil og þýddi með-
al svo margs annars annan tveggja heimspekinga, sem hann taldi hafa
haft mest áhrif á sig, Soren Kirkegaard og skrifaði inngang að íslenskri
þýðingu hins, Ludwigs Wittgenstein. Hann aðhylltist dyggðasiðfræði.
Hann lauk raunverulega upp umræðuheimi Islendinga um heimspeki.
Nemendur hans segja allir sem einn að hann hafi verið einstakur kenn-
ari, memaðarfallur fyrir þeirra hönd og því kröíúharður en afar velvilj-
aður. Ritgerðir þeirra afgreiddi hann yfirleitt með því að skrifa á blöðin
jafhlangar ritgerðir sjálfur, í umræðu um efhið.
Þorsteinn Gylfason var skemmtilega íhaldssamur á hvernig hann not-
aði móðurmálið, íslenskuna, bæði í ritmáli og daglegu tali. Hann lagði
aldrei af z-una eins og samþykkt var um opinbert ritmál á átmnda ára-
tugnum þegar létta átti unglingum réttritun á íslensku og kemur það vel
fram í titlinum á verðlaunabók hans Að hugsa á íslenzku. Raðtölunum gaf
hann ætíð þann styrk upp á gamla móðinn að rita endingu þeirra, í stað-
inn fyrir punktinn, svo sem 4ða, 15da eða 25ta. Stíll hans var léttur og