Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Síða 259
RÖKRÆÐULÝÐRÆÐI OG FJÖLMENNINGARLEG TOGSTREITA
um ekki árekstrar milli algjörlega ósammælanlegra hugmynda þó að
ósamrýmanleiki, mótsagmr og útilokun muni koma upp í einhverjum
mæh milh hugmyndakerfa, jafhvel milh þeirra sem tilheyra sama þekk-
ingarkerfi. Hugmyndakerfi venjulegra gerenda hefirr ekki til að bera
sama samhengi og kerfisskipulag og er að finna í vísindalegri heimssýn.
Þeir sem venjulega taka þátt í siðferðislegum og póhtískum rökræðum
búa ekki yfir rökfastri hugsun í anda Descartes, og eru oft ekki meðvit-
aðir um eigin mótsagnir. Til dæmis eru hugmyndir þeirra sem tilheyra
Christian Science trúflokknum um mítíma læknisfræði í mótsögn við
lögmál nútíma vísinda, en þessi trúflokkur hafnar ekki að öllu leyti nú-
tíma vísindum og tækni þar sem meðlimir hans halda áfram að nota raf-
magn, bíla, loftkælingu og nútíma bankakerfi. Flest lýðræðisleg skoðana-
skipti snúast ekki um ósammælanleika heldur sundurleitar og samleitar
hugmyndir, og oft vitum við ekki hversu djúpt þessi sundurleitni nær eða
að hve miklu leyti hugmyndir okkar ná yfir það sama og skarast, fyrr en
við förum að tala saman. Ef á hinn bóginn einungis er hægt að sýna fram
á styrk og stærð þess ósammælanleika sem talið er að sé til staðar með
rökræðum, hvaða haldbæru rök eru þá fyrir því að hafha sKkum skoðana-
skiptum á þeim forsendum að þau séu hlutdræg og ekki nægjanlega óvil-
höll, jafiivel áður en þátttaka í þeim hefst? Jafhvel hópar og einstakling-
ar sem ákaft halda fram óhkum hugmyndum finna hjá sér hvöt til að taka
þátt í lýðræðislegri rökræðu vegna þess að þeir finna ákveðin Hkindi í at-
riðum er varða veraldlega hagsmuni eða sameiginlegar hfsvenjur.
Lýðræðislegar rökræður á milli samtímamanna í siðferði sem eru þannig
tengdir að athafrdr þeirra og gjörðir hafa áhrif á hvom annan, byggja á
ófullkomnum hkindum á milli hugmyndakerfa sem fólk aðhylhst ekki
fullkomlega.
Þegar ffæðimenn á sviði fjöknenningarhyggju eða rökræðulýðræðis
hafa áhyggjur af ósammælanleika gera þeir ráð fyrir að það sé fyrst og
ffernst staðsetning í samfélaginu eða samfélagslegt sjónarhorn sem veld-
ur hontun. Samfélagsstaðsetning skapar, að sagt er, ákveðið sjónarhom á
heiminn sem er ekki samrýmanlegt og er ekki hægt að fella saman við
sjónarmið þeirra sem aldrei hafa verið á þessum stað. Þegar við gröfum
dýpra og grennslumst fyrir um hvaða samfélagsstaðsetningar þetta geta
verið, rejnist vera á ferðinni kunnugleg upptalning á hópum sem áköf
sjálfsmyndarpólitík Hðheldur: kynferði, „kynþáttur“, stétt, þjóð, tunga,
ktmhneigð og þess háttar. Samfélagsstaðsetning verður þannig að hreinni
257