Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 87
„DANSAÐ INNAN KREMLARMÚEA“
hugmyndum þeirra og tísku, ákváðu þeir að láta til skarar skríða. Mótinu
var ætlað það tvöfalda hlut\rerk að sannfæra æskulýð heimsins um ágætd
sósíalismans og að efla samkennd og samstöðu meðal sósíalískra
ungmenna. Yfirvöld höfðu mikil áform um að gera mótið í Moskvu
ógleymanlegt öllum gestum og í þeim tilgangi fékk borgin verulega and-
litshdtingu.11 Margir gagnrýnendur Sovétríkjanna settu út á þessa alls-
herjarhreingerningu þar sem þeir töldu hana til þess gerða að fela fátækt
og eymd sem samkvæmt áróðri sósíalista á Vesturlöndum átti ekki að
finnast í sósíalistaríkinu. Þannig var samkoman uppnefnd „Potemkin-
mótið í Moskvu“ í Morgimblaðinu}2 Sovétmenn svöruðu sfikri gagnrýni
fullum hálsi og sögðu eðlilegt að gestgjafi leitaðist við að sýna sínar bestu
hliðar þegar gesti bæri að garði.13
Morgutiblaðið sakaði sovétyfirvöld einnig réttilega um að fjarlægja
„róna og drykkjurúta“ úr borginni en það var í fullu samræmi við þá áætl-
un stjómvalda að sýna sósíaKskan raunveruleika í sem fuUkomnastri
mynd. Skipuleggjendur og lögregla gerðu ráð fýrir „fyrirmyndarhegð-
un“ sovétborgara meðan á hátfðinni stæði og í þeim tilgangi var gert átak
til að flytja „óæskilega“ einstaklinga úr borginni. Þúsundir heimilislausra,
flækinga og munaðarleysingja vora því sendar burt frá Moskvu. Að auki
voru munaðarleysingjahæli og fangelsi tæmd til að nóg pláss yrði fyrir af-
brotamenn á meðan tæplega hundrað þúsund gestár dvöldu í borginni.14
Einnig var flikkað upp á þær borgir sem lágu meðfram þeim lestartein-
um sem fluttu lestir með þátttakendum til Moskvu. Sama gilti um borg-
ir sem unga fólkið heimsótri og var öryggisgæsla og lögregluefdrlit þar
aukið til muna. I lestunum sjálfum voru öryggisverðir og tál að sýna fram
á að ríkið styddi tæknilegar framfarir og lýðræðislegt fýrirkomulag var
útvarpstæki komið fyrir í hverjum lestarvagni sem fluttá fréttir af dag-
skránni og hagnýtar upplýsingar um skipulag mótsins.15
11 Ríkisskialasafh Rússlands (hér eftír GA RF), f. R-9401, op. 2, d. 491,11. 150-155.
12 Morgimblaðið, 30. júlí 1957, bls. 1.
15 O. Bordarin, Sixth World Youth and Students Festival, bls. 25.
14 GARF, f. R-9401, op. 2, d. 491,11. 150-155.
15 Rússneska ríkisskjalasafnið fyrir félagslega og pólitíska sögu: Safn til sögu Komsom-
ol (hér eftír RGASPI-M), f. M-l, op. 15, d. 186, 11. 30-34. Hér er einnig að finna
nánari upplýsingar um útbúnað lesta og skipa sem útlendingamir ferðuðust með,
hvemig töfl og bíómyndir vom valin ungmennunum til afþreyingar. A lestarstöðv-
um þar sem útlendingamir stoppuðu í meira en tíu mínútur vora seld tímarit, ef
lestin stoppaði í 15-20 mínútur skyldi komið á fundi við sovéskan æskulýð og ef
stoppið varaði í 25-40 mínútur var skipulögð dagskrá og fúndur æskulýðs.
85