Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 235
RÖKRÆÐULÝÐRÆÐI OG FJÖLMENNINGARLEG TOGSTREITA
ekkert annað en tilbúningnr eða ranghugmyndir forréttindahópa. Og
jafnvel þótt forrétdndahópar byggju með góðum árangri til falskar kenn-
ingar um íjölmenningu til að réttlæta valdastöðu sína, þyrftum við samt
að útskýra af hverju viðhorf þeirra finna hljómgrunn meðal svona mikils
ijölda fólks. Þar sem ég er ekki sammála þeim kenningum frá íjórða ára-
tugnum sem segja að fjöldinn sé ekki nema leir í höndunum á (venjulega
valdfrekum) forréttindahópum sem ráðskast með hann, þá komum við
aftur að spumingunni: Hvers vegna hafa fjölmenningarlegar kröfur
svona mikinn hljómgrunn um þessar mundir?
Eg hef á ýmsum stöðum í þessari bók bent á nokkrar ástæður fyrir
þessu: (1) Viðsnúið hnattvæðingarferh þar sem félagsheildir innflytjenda
frá öðrum heimshlutum setjast að í frjálslyndum lýðræðisríkjum Vestur-
landa og standa frammi fyrir hugmyndafræðilegum kröfum þeirra; (2)
stjómmálaleg áhrif breyttrar heimsmyndar í Mið- og Austur-Evrópu og
uppgangur þjóðemishyggju í fyrmm kommúnistaríkjum;11 (3) tilkoma
Evrópusambandsins og stjórnarfars sem kveður á um ný réttindi; (4)
ófyrirsjáanlegar afleiðingar endurdreifingarstefnu í kapítalískum lýðræð-
isríkjum þegar hún í auknum mæh verður til þess að menningarhópum
er veitt lögvemduð staða og að lokum (5) breytt Kkön um kapítalíska og
samfélagsmenningarlega jöfnun í frjálslyndum vestrænum lýðræðisríkj-'
um. A sama tíma og ég er sammála mörgu því sem Barry leggur til, þá
finnst mér það hvernig hann vísar fjölmenningarhyggju á bug sýna að
hann ber ekki félagsfræðilegt skynbragð á breytingar af því tagi sem sam-
félag okkar stendur ffammi fyrir. I kenningum Barrys líkt og hjá Rawls,
gætir ákveðinnar óþolinmæði þegar kemur að því að greina sambandið á
milh grundvallaratriða í frjálslyndum stjórnmálahugmyndum og menn-
ingarbaklandsins. Þetta viðhorf, þar sem erindi menningarinnar í frjáls-
lyndum stjórnmálahugmyndum og samfélagi er vísað á bug, leiðir af sér
þrönga sýn á lýðræðið og á sambandið á milli starfsemi löggjafarinnar og
lýðræðislegrar baráttu. Það sem gerir kenninguna um rökræðulýðræði
svona frábrugðna felst í því hvernig hún sér fyrir sér samspil á milli fyr-
irheita ffjálslyndisstefhunnar um grundvallar mannréttindi, borgaraleg
11 Sjá Roger Brabaker, Nationalism Reframed: Nationhood and the National Qnestion in
the Neru Europe, Cambridge: Cambridge University Press, 1996 og Seyla Benhabib,
„Strange Mulriplicites: The Politics of Identity and Difference in a Global Cont-
ext,“ The Divided Self: Identity and Globalization, ritstj. Ahmad I Samatar, St. Paul:
Macalaster Intemational Publications, 1997, bls. 27-59.
233