Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 188
HOMIK. BHABHA
samfléttun tíma og staðar (krónótópu) sem kemur firam í staðbtmdna,
sérstaka, grafíska, frá upphafi til enda. Frásagnarformgerð þessarar sögu-
legu yfirstigningar á því „draugalega“ eða „mfaranum“ má sjá í því
hvernig formgerð ffásagnarinnar á hverjum tímapunkti er styrkt með
grafiskri, sýnilegri stöðu í rýminu: „að klófesta hálustu leið hreins sögu-
legs tíma og festa hana niður umhugsunarlaust“.16 En hvers konar „nú-
tíð“ er þetta ef hún felst í stöðugri viðleitni til að yfirstíga draugalegan
tíma endurtekningarinnar? Getur þetta tíma-rými þjóðai'innar verið eins
stöðugt eða eins afgerandi sýnilegt og Bakhtin heldur fram?
Ef við heyrum í hugtaki Bakhtins, yfirstigningu, bergmál annarrai' notk-
unar á orðinu í ritgerð Freuds um „hið óhugnanlega“, færir það okkur nær
því að skilja hversu flókinn tími þjóðarfrásagnarimrar er. Freud tengiryfir-
stigningu við bælingu á „menningarlegri“ dulvitund; hugnumdalega tvísýni
þegar hið frumstæða kemur í ljós mitt á mörkum þess nútímalega, vegna
einhverrar sálrænnar tvíbendni eða vdtsmunalegrar óvdssu. „Tvífarmn“ er
sú mynd sem oftast er tengd við þetta annarlega ferli sem er „tvmföldun
sjálfsins, klofhing ogvóxlun þess“.L Slíkan „tvöfaldan tíma“ er ekk einfald-
lega hægt að setja ffam sem sýnilegan eða sveigjanlegan „umhugsmiar-
laust“. Við getum heldur ekk verið sammála Bakhtin þegar haim reynir æ
ofan í æ að túlka hið þjóðlega rými sem svo að það verði aðeins til ífyllingu
tímans. Eg held þvd ffam að við verðum að sklja að þjóðernið er sett fram
í „tvöföldum og kofhum“ tíma, en það setur spurningarmerk við hið eins-
leita og lárétta sjónarhom sem tengist ímynduðu samfélagi þjóðarimiar.
Við verðum að spyrja hvort tilurð þjóðemissjónarhomsms - hvort sem það
er sjónarhom forréttindastétta eða þrúgaðra hópa í samfélaginu - í menn-
ingu þar sem félagsleg átök ríkja, geti nokkum tímann tjáð „fulltrúa“vald
sitt í fýllingu ffásagnartímans og á þeim tímapunkti þegar táknið verður
sýnilegt eins og Bakhtin heldur ffam.
Tvær greinargerðir fyrir því hvernig frásögn þjóðarinnar verður ttíl,
virðast styðja tillögu mína. Þær em íulltrúar fiuir algjörlega andstæða
heimssýn herra og þræls sem saman mynda helstu sögulegu og heim-
speklegu díalektík okkar tíma. Hér á ég við fýrirtaks greiningu Johns
16 Sami, bls. 47-9.
17 S. Freud, „The „Uncanny““, Standard Edition, XVII, J. Starchey ritstj., London:
Hogarth Press, 1974, bls. 234. Sjá einnig bls. 236, 247. Hér er vísað í þýðingu Sig-
urjóns Björnssonar, „Hið óhugnanlega“, Listir og listamenn, Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag, 2004, bls. 212.
186