Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Side 219
TVTSTRUN ÞJOÐARINNAR
tökum á Rósu Diamond og frá „útsýni úr stúkusæti“ heimsveldissögunn-
ar, má heyra í sprungum og götum hennar talað með annarri röddu:
Og svo byrjaði hún án þess að vera með neitt einusinnivar, og
hvort sem þetta var allt saman satt eða ekki, þá sá hann hvað
hún lagði mikinn ákafa og kraft í frásögnina ... þessi hræri-
grautur og óreiða minninganna var í sannleika sagt sjálfur
kjami hennar, sjálfsmynd hennar ... þannig að það var ógem-
ingur að greina minningar frá óskum eða sakbima endurgerð
frá sönnum játningum, - vegna þess að jafhvel á banabeði sín-
um vissi Rósa Diamond ekki hvernig hún átti að horfast í augu
við sögu sína.64
Og hvað um Gibreel Farishta? Nú, hann er rykið í auga sögmmar, blindi
blettur sögunnar sem leyftr ekki augnaráði þjóðemishyggjunnar að fest-
ast á miðjunni. Skopstæling hans og eftirKking á karlmennsku nýlendunn-
ar leyftr götunum í þjóðarsögunni að tala í tvíbentri hrærigrautarfrásögn.
En það er einmitt „galdur ffásagnarinnar“ sem leggur grunnixm að end-
urkomu Gibreels sjálfs til Englands samtímans. Koma hans, seint og um
síðir frá eftirlendunum, aðgreinir þjóðmenninguna og staðsetur hana á
jaðrinum. Gibreel er sagan sem gerðist erlendis, annars staðar. Nálægð
eftirlendunnar og innflytjandans sem hann vekur upp skapar ekki samfellt
bútateppi menningarheima heldur segir frá menningarmismun sem aldrei
mun leyfa þjóðarsögunni að horfast í augu við sjálfa sig með ástaraugum.
Því þau mæri sem einkenna vestrænu þjóðina eru skuggi eigin endan-
leika hennar. Rými nýlendunnar er lagt niður eftir ímynduðu landakorti
stórborgarrýmisins; endurtekning eða endurkoma eftirlendubúans af-
neitar heildrænni sögu. Eftirlendurýmið er nú „viðbót“ við stórborgar-
miðjuna; það stendur í þrúguðu, meðfylgjanch sambandi sem hygftr ekki
nœrveni vestursins heldur dregur upp landamæri þess á ný í ógnandi,
andstöðufullum mörkum menningarmismunar sem gengur aldrei alveg
upp, er alltaf minni en ein þjóð og tvöföld.
Upp úr þessum klofningi tíma og frásagnar fæðist undarleg, uppbyggj-
andi þekking sem er bæði tvístrandi og niðurrífandi í senn, handa farand-
manninum. I gervi sínu sem erkiengillinn Gibreel sér hann gleðisnauða
sögu stórborgarinnar: „sem bauð ekki upp á annað en grímur og skop-
stælingar, borg sem þrúguð var af óverjandi, óafgreiddu oki fortíðarinn-
M Sami, bls. 145 (Simgvar Satans, bls. 145 og bls. 153).
2I7