Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 227
RÖKRÆÐULÝÐRÆÐI OG FJÖLMENNINGARLEG TOGSTREITA
umræðu innan og á milli stofhana. Hagnýtar samræður eru ekki forskrift
fyrir stofiranir en þær geta nýst við að meta ráðandi stofnanatilhögun.
Grunnforsenda samræðusiðfræði segir að „aðeins þau viðmið og sú
stoíhanatilhögun sem miða á við, séu gild sem allir hlutaðeigandi geta
verið sammála um við ákveðnar rökræðuaðstæður sem nefnast samræð-
ur“.2 Eg kalla þessa meginreglu yfirviðmið af því að sértækari viðmið sem
æda má að séu gild, verða prófuð eða staðfest með aðferðum sem upp-
fylla þetta skilyrði. Þetta yfirviðmið gengur síðan út frá meginreglunum
um almenna siðferðilega virðingu og samskipti ájafnréttisgrundvelli. Leyfið
mér að undirstrika að viðmið (e. nomi) er regla er varðar athafhir eða
framkvæmd, samskipti eða skipulag á meðan meginregla (e. principle) er
almenn siðferðileg eða pólitísk staðhæfing eins og Valdið ekki þjáningu
að óþörfu eða Koma skal eins fram við alla þegnana. Hver meginregla
getur samrýmst mörgum viðmiðum í mismunandi birtingarmyndum,
þ.e.a.s. hægt er að sjá dæmi um sömu meginreglur í mismunandi viðmið-
um og stofhunum. Eg skilgreini meginreglurnar um almenna virðingu og
samskipti á jafnréttisgnmdvelli á eftirfarandi hátt. Almenn virðing krefst
þess að við viðurkennum rétt allra lífvera sem geta talað og eru færar um
athafnir til að taka þátt í hinu siðferðilega samtali;3 meginreglan um sam-
skipti á jafnréttisgrundvelli, eins og hún er skilgreind innan marka sam-
ræðunnar, siðfræðinnar, setur sem skilyrði að innan samræðunnar hafi
hver og einn sama rétt til að taka til máls, koma ffiam með ný umræðu-
efni og biðja um réttiætingu á þeim forsendum sem hggja að baki sam-
talinu, og svo ffiamvegis.4 Innan kenningarinnar um rökræðulýðræði má
2 Sjá Jiirgen Habermas, „Discourse Ethics: Notes on a Program of Philosophical Ju-
stification“ („Diskursethik: Notizen zu einem Begruendungsprogramm" úr Moralbe-
wusstsem und kommunikatives Handeln, 1983), Moral Ccmsciousness and Communicative
Action, þýð. Chistian Lenhard og Shierry Weber Nicholsen, Cambridge: AIIT Press,
1990, bls. 43-116 og Seyla Benhabib, Situating the Self: Gender, Community, and Post-
modemism in Contemporary Ethics, New York: Routledge, 1992, bls. 29 og áfram.
3 Eg hef útskýrt hér að ofan hvemig við erum siðferðilega skuldbundin þeim lífver-
um sem hvorki geta talað né eru færar um athafrdr, eða hafa takmarkaða fæmi. Sið-
ferðilega skuldbindingu gagnvart öðram er ekki hægt að mæla útffá fæmi annarra
til þess að taka þátt í samræðusamfélaginu. Við emm skuldbundin öllum lífveram
sem athafnir okkar geta haft áhrif á, einnig þeim sem ekki eru mannlegar. Hversu
langt þessar skuldbindingar ná og hvað felst í þeim krefst sérstakrar umræðu.
4 I Situating the Self: Gender, Community, and Postmodernism in Contemporary Ethics
greindi ég á milli viðmiða er varða „formleg“ samskipti annars vegar og hins vegar
samskipti sem eru „mótsv^arandi'1. Samkvæmt skilgreiningu minni koma formleg
samskipti aðallega fram í opinberum og stofhanalegum viðmiðum sem birtast yfir-