Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 54
SVERRIR JAKOBSSON
siða og útlits virðist hafa verið léttweg þá jókst vægi annarra þátta við að-
greiningu.
Þar skiptir trúin mestu máli, munurinn á kristni og heiðni var hreint
ekki léttvægur. Kristni var tússulega fyrst og fremst trúarbrögð en að
sumu leyti er iögmætt að lýsa henni sem ráðandi hugmyndafræði síns
tíma, þar sem henni fylgdi tiltekin aðferðafræði við að lýsa heiminum.
Rök til að greina á milh manna voru þannig sótt til hennar.
Mikilvægi trúarinnar í því að skilgreina menn sem andstæðinga birtist
í því að andstæðingar kónga sem áttu í stríði voru oft kallaðir heiðingjar
en ekki kenndir við eitthvert ríki eða land. Sá þáttur í fari þeirra sem
skipti máh voru trúarskoðanir þeirra. Erlend hugtök á borð við barbarus
(lat.) voru þýdd á norrænu sem „heiðinn“ og sldhn á milli hins klassíska
Miðjarðarhafsheims og barbaraheims Norðurálfu urðu því skil kristni og
heiðni.21 Gyðingar mynduðu svo þriðja hópinn; þeir voru hluti af samfé-
laginu víða í Evrópu, en voru jafnframt torttyggðir sem „hinir“.22 Sú að-
greining skiptir þó tæplega miklu máh á Islandi þar sem engar heimildir
eru um gyðinga hér.
Þar sem heiðingjar gátu tekið krismi var ljóst að þeir gátu breyst og
þetta einkenni þeirra því ekki endanlegt. Þau slál sem dregin voru á
milli krismi og heiðni náðu ekki til einstaklinga því að sami maður gat
verið í hvorutveggja liði á ólíkum skeiðum æ\t sinnar. Að því lejti var
aðgreiningin á milli „okkar“ og „hinna“ ekki heldur endanleg. I
kaþólsku miðaldasamfélagi er hin trúarlega sjálfsmjmd því sameinandi,
fremur en aðgreinandi.
Sú stofhun önnur, auk kirkjmmar, sem kallaði á samheldni og einhvers
konar sjálfsmynd var konungsríkið. Island varð hluti af hinmn kristna
heimi áður en það varð hluti af konungsríki. Samt sem áðm höfðu menn
sem komu frá íslandi áhrif á hugmyndir um samheldni fólks sem áttri
sameiginlegan kontmg, svo sem þegna Noregs- og Danakonunga. Sú
samheldni var efld með sagnaritun þar sem uppruni konungsætta var
21 Ian McDougaJl, „Foreigners and Foreign Languages in Medieval Iceland“, Saga-
Book 22 (1987-1988), bls. 180-233 (bls. 208).
22 Um gyðingaofsóknir og viðhorf til gyðinga í Evrópu á niiðöldum hefur töluvert ver-
ið ritað. Sjá m.a. Norman Cohn, Europe’s Inner Demons, London: Chatto, 1975; Ro-
bert Ian Moore, The Formation of a Persecuting Society. Power and Dei'iance in Westem
Europe, 950-1250, Oxford: Basil Blackwell, 1987; David Nirenberg, Communities of
Violence: Persea/tion of Minoriti.es in the Middle Ages, Princeton: Princeton University
Press, 1996.
52