Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 56
SVERRIR JAKOBSSON
um h-afi stangast á. Samt sem áður voru þær að surnu letvi andstæðm'.
Norrænir menn voru etnískur hópur í augum Islendhiga þar sem þeir
áttu sameiginlega tungu og sameiginlegan uppruna. A hinn bóginn voru
Norðurlönd þrískipt í ríki uns Noregur og Svíþjóð sameinuðust undir
einum konungi árið 1319.
Norræn fomaldarsaga tengdi nomænar þjóðir saman firemur en að
uppheíja sérkenni þeirra. Forsögulegir konungar eins og Ragnar Loð-
brók vom hluti af sögu allra Norðurlanda fremur en eins konungsríkis
og til þeirra gátu íslenskir höfðingjar einnig rakið ættir sínar.26 Smám
saman fá fulltrúar úr röðum höfðingja, til dæmis Haukur Erlendsson,
nýtt áhugamál, sem var að rekja sögu þessarar „panskandinavísku“ fortíð-
ar aftur til þess dags þegar forfeðumir komu ffá Tyrklandi. Sú saga er sett
í samhengi við veraldarsögu, t.d. sögu Trójumanna, og verður hluti af
sérstakri sýn á fortíðina. A dögum Hauks virðast hirðsamfélög Norður-
landa hafa endumýjað áhugann á hinu samnorræna, arfi fornaldarsög-
unnar sem íslendingar þekktu öðrum Norðurlandabúum betur. Yngri
konungasögur bera keim af þessu og miklu fornaldarsagnaefiú er bætt
inn í rit eins og Flateyjarbók og Olafs sögu Tryggvasonar hina mestu. I
þeim verkum fékk sú saga umgjörð í tíma, eins og sjá má af Norna-Gests
þætti, þar sem aldagamall kappi segir Olafi Tryggvasyni sögu Norðm-
landa undanfarin 300 ár.27
Var til eitthvað sem mætti kalla norræna heimsmynd? Aherslan á sam-
eiginlegan uppruna og sögu virðist hafa verið mikilvæg finir norræna
samkennd. Umgjörð sögunnar var skýr og hægt að draga hana upp í jafn
stuttri frásögn og Norna-Gests þætti. Ein 300 ára mannsævi var liðin frá
merkum atburðum á meginlandinu sem vörðuðu sögu norrænna manna
en þegar þeir gerðust var ekki langt hðið síðan Óðinn og Æsir fluttu frá
Litlu-Asíu norður á bóginn. Þegar haldið var aftur í aldir var það ekki síst
sameiginlegur asískur uppruni sem norrænir lærdómsmenn töldu að að-
greindi þá ffá sumuin nágrönnum sínum. Það auðkenni var sótt til ver-
26 Landaljsingarm.fi. Alfræði íslenzk: Is/andsk emyklopædisk litteratur, 3 (Samfund tíl ud-
givelse af ganunel nordisk litteratur, 45), útg. Kristian Kahmd, Kaupmannahöfii,
1917-1918, bls. 55-57. Torfi Tulinius nefnir dærni úr Njáls sögu, þar sem virðing
tiltekins manns á þinginu tengist því að hann er afkomandi Loðbrókar, sbr. La
«Matiére du Nord». Sagas légendaires etfiction dans la littérature islandaise en prose dtt
XlIIe siécle, París: Presses de l’Université de Paris - Sorbonne, 1995, bls. 60.
27 Sbr. Sverrir Jakobsson, Við og veröldin, bls. 209-12.
54