Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 55
VIÐ OG HENIR
rakinn. Þar lögðu íslenskir menn sitt af mörkum til að skrifa sögu norskra
og danskra konunga í einstökum konungsríkjum, oft var hún rakin frá 9.
öld til samtímans. Frumritun konungasagna af því tagi lýkur að mestu
um 1260.Islenskir sagnaritarar ræktuðu samkennd innan þjóðlanda á
12. og 13. öld, áður en land þeirra varð hluti af ríki. Rökin fýrir slíkri
samkennd voru söguleg, hún átti sér ekki aðra hugmyndafræðilega rétt-
lætingu en þá útbreiddu hugmynd að forn skipan ætti rétt á sér. Því skipti
máli að rekja sögu konungsríkja aftur í aldir. I slíkri fornaldarsögu mátti
finna rök fyrir því að landakröfur í samtímanum byggðu á fornum arfi,
til dæmis krafa Danakonunga um yfirráð yfir Vindlandi.24
Sagnaritun um norræna menn og fortíð þeirra er hins vegar yfirleitt
talin hafa hafist síðar en sagnagerð um hetjur veraldarsögunnar, svo sem
Alexander mikla eða Trójumenn. Islenskir höfðingjar virðast þó hafa rak-
ið ættir sínar til fornkónga frá upphafi ritaldar (og jafnvel lengur) og
fræði Islendinga um þá hafa verið orðin ríkuleg á dögum danska sagna-
ritarans Saxo Grammaticus (um 1200). Um þetta má finna vísbendingar
í heimildum en eftir að handritum tekur að íjölga á 14. öld verður mynd-
in greinilegri. Langfeðgatöl norrænna konungsætta koma fyrir í lær-
dómsritum frá upphafi 14. aldar, sem oft eru nefnd alfræði, og í Hauks-
bók má finna margvíslegan fróðleik um norræna konunga á 9. öld, um
svipað leyti eða skömmu áður en landnám eyjunnar sem síðar var nefnd
Island hófst. Samþætting norrænnar sögu og veraldarsögu var orðið ein-
kenni á heimsfræðum Islendinga á fýrri hluta 14. aldar.
Enda þótt hugtakið Norðurlönd hafi haft óskýra merkingu í íslensk-
um ritum frá 12. tdl 14. aldar er ákveðin viðmiðun að festa sig í sessi.
Samkvæmt henni voru Norðurlönd annars vegar löndin þar sem dönsk
tunga var töluð, og þá skilgreind menningarlega. Hvað varðar innri sam-
skipti norrænna manna virðast þeir hafa litið á tungumál sitt sem eitt,
a.m.k. fram undir 1400. A 14. öld er enn iðulega talað um að þjóðirnar
eigi sér eina tungu, t.d. í bréfi til páfa frá 1321 eða 1322.25 Hins vegar
voru Norðurlönd skilgreind sem lönd þriggja þjóðkonunga, sem er póli-
tísk skilgreining. Ekki er víst að þessar tvær skilgreiningar á Norðurlönd-
2-’ Sbr. Armann Jakobsson, I leit að konungi. Konungsmynd íslenskra konungasagna,
Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1997, bls. 11.
24 Sjá nánar Sverrir Jakobsson, Við og veröldin, bls. 228-29.
25 Diplomatarium Suecanum, EH. bindi 1311-1326, útg. Bror Emil Hildebrand, Stokk-
hólmi, 1842, 1850, bls. 537. Bréfið ritar Nikulás Sigvastsson, kanoki í Uppsölum.
53