Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 258
SEYLA BENHABIB
um lýðræðisríkjum verðum við að fallast á að þeir sem taka þátt í skoð-
anaskiptum með okkur og halda fram þessum viðhorfum eigi sömu
heimtingu og við á siðferðislegri virðingu. Eg hef hér í huga umdeild mál
eins og fylgni við þróunarkenninguna eða sköpunarkenningmia. Þetta
missætti reyrdr til hins ýtrasta á viðurkenndar grunnhugmptdir um vís-
indaleg sönnunargögn og rökstuðning, en engu að síðm- þmfum við, sem
tilheyrum sama þekkingarkerfi í frjálslyndum lýðræðissamfélögum, að
læra að búa saman og vinna saman í skólanefndum sem og bókasafins-
nefndum eða innan annarra samtaka.33
Ég hef notað orðasambandið „þeir sem tilheyra sama þekkingarkerfiu.
Leyfið mér að útskýra hvað ég á við: Sum þekking er aðeins möguleg því
hián er afleiðing ákveðinnar sögulegrar reynslu og uppgöttmn ákveðinna
staðreynda. Yfirleitt er það svo í lýðræðislegum samræðum, að við deilum
þekkingarlegri reynslu og hugmyndaheimi, þau mál sem eru hvað erfiðust
og ómeðfærilegust í lýðræðislegri rökræðu varða samfélagslega lífshætti
sem eru tdl í sama rými og við en tilheyra ekki sama reynsluheimi í tíma.
Þannig er málum oft háttað þegar innfæddar þjóðir og innlendir ættflokk-
ar standa frammi fyrir ofurtæknivæddum nýlenduherrum, arðræningjum,
valdaræningjum og heimsvaldasinnum. Nú á dögnm eru þetta ekki
spænskir landvinningamenn heldur embættismenn ffá ríkisstjórnum
Brasilíu og Mexíkó eða frá fjölþjóðlegum stórfyrirtækjum sem hrifsa ætt-
flokka í Amazon-regnskóginum eða á Yucatan-skaga út úr lífheimi sínum
og varpa þeim nokkrar aldir inn í framtíðina á nokkrum árum.
Samt sem áður eru lýðræðislegar rökræður og deilur í flestum tilvik-
33 Lítum á ákafar tilraunir Walters Lippmann til að greina lýðræði frá „einföldum
meirihlutayfirráðum" og til að hrekja þá fullyrðingu að lýðræðislegur meirihluti geti
ákvarðað sannindi í vísindum, heimspeki og siðfræði:
„Þegar stjórn meirihlutans beitir valdi sínu til að eyðileggja opinbera skóla getur
verið að minnihlutinn þurfi að láta umabundið undan þeirri valdbeitingu, en það er
engin röksemd íyrir því að þeir þurfi að sætta sig við niðurstöðuna. Því kjósendur
meirihlutans varðar í raun lítdð um stjórnun einstakra skóla. Þeir eru hluti af ytra
umhverfi sem taka þarf tillit til á svipaðan hátt og veðurskilyrði og eldhætta. Leið-
sögn um stjórn skóla getur á endanum einungis komið ffá kennurum eins og líffræð-
ingar geta einir skorið úr um hvað kemur til greina að kenna sem líffræði. Alyktan-
ir meirihlutans skera eklá úr um neitt í þessu tdlviki og okkur ber engin skylda til að
bera virðingu fýrir þeim. Þær kunna að vera réttar eða þær kunna að vera rangar,
það felst ekkert í meirihlutalögmálinu sem segir til um rétt eða rangt.“ (Walter
Lippmann, „Should the Majority Rule?“ Essential Lippmann: A Political Philosophy for
Liberal Democracy, ritstj. Clinton Rossiter og James Lare, 3-14, New York: Vintage
Books, [1947] 1965, bls. 13-14.)
256