Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 86
ROSA MAGNUSDOTTIR
Heimsmótíð í MosHm fór þannig frarn undir merkjum ffiðar og vin-
áttu en þess verður einnig að minnast að hátíðin var haldin í kjölfar
leyniræðu Khrúshjovs og í skugga innrásarinnar í Ungverjaland árið
1956. I leyniræðunni afhjúpaði Khrúshjov glæpi Stalíns og hóf hið langa
fordæmingarferli en hluti af því ferli var einmitt að opna fyrir umræðu
og gagnrýni á fortíð, nútíð og framtíð Sovétríkjanna. Leyniræðan var
einn helsti áhrifaþátturinn í þeirri ólgu er ríkti í Austur-Evrópu síðar
sama ár, en með innrás Sovétmanna í Ungverjaland sýndi Khrúshjov svo
ekki var um að villast hversu langt mátti ganga í gagnrýni á sovétkerfið.
Friðarímynd Khrúshjovs var að sjálfsögðu ekki lengur trúverðug og hvað
var hentugra til mótvægis við skriðdreka og riffla en æska heimsins sam-
ankomin til að efla frið og vináttu meðal þjóða heimsins?
Um þrjátíu þúsund erlend ungmenni, stúdentar og almennur
æskrdýður, flykktust til Moskvu til að fagna friði og vináttu. Islendingar
höfðu sótt fyrri heimsmót vel og mótið í Moskvu var engin undantekn-
ing þar á, því þar rnættu tæplega 180 Islendingar.8 Moskvuhópurinn var
nokkuð sundurleitur; með í för var „tiltölulega ópólitískt fólk, sem leit
raunsæjum og óblinduðum augum á hlutina“ en allir stjórnmálaflokkar
áttu þó „áhangendur“ á mótinu. Þannig var sendinefndin ekki einungis
skipuð fulltrúum Æskulýðsfýlkingar Sósíalistaflokksins sem uppnefhdir
voru „hinir tuttugu trúföstu," en að mati Magnúsar Þórðarsonar, eins úr
nefndinni, var einnig talsvert um „sanntrúaða kommúnista af ýmsum
gráðum“.9 Sósíalistum á Vesturlöndum var annt um að senda ekki eins-
leitan hóp á mótið þar sem það hefði gefið gagnrýnisröddum byr undir
báða vængi.10
Þrátt fýrir að ráðamenn í Moskvu hafi gert sér vel grein fyrir mögu-
legum afleiðingum þess að opna landið fýrir erlendum ungmennum,
8 Sjá t.d. lista yfir þátttakendur á Varsjármótinu, 31. júlí - 14. ágúst 1955 þar sem 125
þátttakendur eru nafngreindir. Handritadeild Landsbókasafiis Islands, Sósíalistafé-
lag Reykjavíkur, Askja XV, nr. 39. Ekki fundust listar yfir þátttakendur á öðrum
heimsmótum en rannsókn þessi um þátttöku Islendinga á heimsmótum er á fium-
stigi og skjalasöfn á Islandi og í Rússlandi hafa ekki verið fullkönnuð. Til saman-
burðar sótti einungis 141 Bandaríkjamaður mótið í Moskvu. O. Bordarin o.fl., Sixth
World Youth and Students Festival, Moskva: Komsomol, 1958, bls. 189.
9 Magnús Þórðarson, Mótið í Moskvu. Reykjavík: Samband ungra sjálfstæðismanna,
1957, bls. 16.
10 Mikið undirbúningsstarf var unnið á Islandi og fararstjórn skipuðu þeir Guðmund-
ur Magnússon verkfræðingur, Hörður Bergmann kennari, Jón Böðvarsson stud.
mag. og Sigurjón Einarsson guðfræðingur. Þjóðviljiim, 14. júlí 1957, bls. 5.
84