Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 148
SVANUR KRISTJÁNSSON
3. gr.
Forseti Islands skal vera þjóðkjörinn."
Forseti og alþingismenn sitja að völdum í umboði kjósenda og fara sam-
an með löggjafarvaldið. Forseti getur neitað að staðfesta lagafrumvarp
sem Alþingi hefur samþykkt. Þá kemur til kasta þjóðarinnar að sam-
þykkja eða synja slíku lagafrumvarpi í leymlegri atkvæðagreiðslu. (26. gr.)
Bæði Alþingi og þjóðin gerðu sér ljóst að til ágreinings gæti komið á
milli Alþingis og forseta. I athugasemdum stjómarskrárneihdar Alþingis
um 26. gr. segir:
Ekki hefur þótt fært að veita forseta algert synjunan’ald, eins
og konungur hefur haft. Forseta er einungis fenginn réttnr til
að skjóta lagafrumvörpum Alþingis undir alþjóðaratkvæði. Er
þess þó að gæta, að frumvarpið öðlast lagagildi þegar í stað, þó
að forseti taki slíka ákvörðun, en fellur þá úr gildi aftur, ef það
fær ekki meiri hluta við atkuæðagreiðsluna. Aktnrðun um slíka
staðfestmgarsynjun eða málskot til þjóðaratkvæðis tekur for-
seti, án þess að atbeini ráðherra þurfi að koina tdl. En ef mál er
mikilvægt, gæti daglega af stnjuninni leitt ósamkomulag milli
forseta og ráðherra, að til ráðherraskipta eða aimarra aðgerða
Alþingis kæmi.12
Að baki stjórnarskránni býr tær meginhugsun: Póhtísku valdi skal skipt
milli stofnana og einstaklinga. Ef ágreiningur kemur upp milli valdhafa
hefur þjóðin úrshtavald.
Eftir að alþingismenn höfðu horfið ffá upphaflegri tillögu sinni mn
þingkjörinn forseta og lagt til að forseti yrði þjóðkjörinn, fóiu ffarn mjög
ítarlegar umræður á Alþingi um stöðu forseta Islands, ekki síst mn 26. gr.
stjómarskrárinnar. Þar kom skýrt fram, að alþingismenn gerðu sér full-
komlega ljóst að þjóðkjörirm forseti myndi hafa allt aðra og sterkari
stöðu heldur en þingkjörinn forseti eða konungur hafði haft. Stefán
Jóhann Stefánsson, formaður Alþýðuflokksins, sagði m.a. að „... forseti
lýðveldisins yrði kosinn af þjóðinni, en ekki af Alþ., og vald hans þar af
leiðandi ekki á neinn hátt háð Alþ.“13
11 St/ómarskrd - Lög um kosningar, Reykjavík: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 1996,
bls. 5.
12 Alþingistíðindi A (1944), bls. 15.
13 Alþingistíðindi B (1944), d. 24.
146