Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 92
ROSA MAGNUSDOTTER
vestan, t.d. bókum, og þeir vildu fá leyfi til þess að ferðast um
heimirui, eins og þá lysti.33
Magnúsi fannst slík samtöl vera „langmerkilegasti þátmr ferðarinnar“ og
hann virðist hafa verið nokkuð duglegur að ná tali af fólki miðað við
tungumála- og samskiptaerfiðleika sem hann lýsir einnig í bókinni.34
Stúdentar buðu honum heim til sín og í eitt shm kom hann til útvarps-
virkjahjóna og alls staðar fékk hann höfðinglegar móttökur þó ekki drægi
hann neitt undan í lýsingum á fiumstæðum aðstæðum og þrengsluin.3^
Greinilegt er þó að lögreglu þótti miðnr þegar útlendingar þáðu slík
heimboð til sovéskra borgara þar sem ekki var hægt að fýlgjast með
gjörðum og samræðum innandyra. I lögregluskýrslum er sagt frá þtú að
ungur Englendingur hafi þegið heimboð í kjallaraíbúð sovésks náms-
manns en kjallaraíbúðir samræmdust ekki ímynd hins fullkomna sósíal-
íska húsnæðis og því var þessi gestrisni sovétborgarans illa séð.36
Það voru fleiri en Islendingar sem höfðu áhuga á lífi og starfi Sovét-
manna og meðan á mótinu stóð átti lögreglan fullt í fangi með að fylgj-
ast með samskiptum sovéskra borgara við útlendinga. Oftast aðhafðist
hún ekkert en þegar údendingar sóttu sovéska borgara heim voru slík til-
vik skráð niður efdr föngum og tilkynnt til lejmiþjónustunnar, KGB.
Reynt var eftir megni að koma í veg fyrir heimsóknir sovétborgara á hót-
elherbergi útlendinganna, en meint lauslæti sovéskra stúlkna varð bæði
yfirvöldum og almenningi heilmikið áhyggjuefni og hefur goðsagan um
kynhfsbyltingu í Moskvni sumarið 1957 hfað góðu lífi í manna minnumú7
33 Sama rit, bls. 67-8. Leturbreyting í texta.
34 Magnús sagði t.d. firá tungumálaörðugleikum í samskiptum rið aðra gesti hátíðar-
innar og gerði góðlátlegt grín að Skagfirðingi einum sem átti að hafa reynt að segja
frá því að í Skagafirði væri mikið um hesta- og kvermamenn. „We in Skagafjordur
are great horses and women-men.“ Sama rit, bls. 30. Fjöhnargir túlkar voru þó á
svæðinu og þeir þýddu eftír getu fyrir útlendingana.
3:1 Sama rit, bls. 60 og 65.
36 GA RF, f. R-940Í, op. 2, d. 491,11. 312. Um neyslumenningu og lífcskilyrði í Sov-
étrfkjunum á þessum árum sjá t.d. Jan Prybyla, „The Sorfet Consmner in
Khrushchev’s Russia,“ Russiati Review 20, m. 3, júlí 1961, bls. 194—205. Á
Khrúshjovárunum voru húsnæðismál og umbætur á þeim sérstaklega mikið í tmi-
ræðunni í Sovétríkjunum og íbúðahverfi, sem enn í dag eru kennd við Khrúshjov,
risu hratt upp.
37 Viðtal við Eduard Ivanyan, 27. nóvember 2002. Sjá einnig Kristin Roth-Ey, ,,‘Loose
Girls’ on the Loose?: Sex, Propaganda and the 1957 Youth Festival,“ Wornett in the
Khrushchev Era, ritstj. Melanie Ilic, Susan E. Reid, og Lynne Attwood, New York:
Palgrave MacMillan, 2004, bls. 75-95.
9°