Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 30
KRISTIN LOFTSDOTTIR
endurspeglar þeirra eigin viðhorf til Afríku og mótar viðhorf annarra, er
augljóslega mikilvægt.
Villimennska og Evrópumenn
Y. V Mudimbe bendir á í bók sinni The Idea ofAfrica, að bréf Alexanders
VI páfa árið 1493, Inter Coetera, réttlætti að Evrópubúar legðu undir sig
nýfundin lönd með því að afmarka þau sem einskis manns lönd eða terra
nullius og gerði það næstum að siðferðislegri skyldu þeirra að leggja und-
ir sig lönd og auðlindir fólks með ólík menningar- og félagskerfi.2’ Rétt-
lætingar sem eru byggðar á svipuðum hugsunarhætti voru auðvitað not-
aðar í öðru nýlendukapphlaupi mörgum öldum síðar28 og tengdust þá
kynþáttahyggju með skýrari hætti. Hin þekktu orð úr ljóði Rudyards
Kipling 1899 þar sem talað er um „byrði hvíta mannsins“ (e. the white
man 's burderí) af hálfvegis djöflum og hálfvegis börnum (e. half-devils,
half-children) vísa til slíkrar siðferðislegrar skyldu, sem í þessu tilfelli er
lýst sem byrði, ákveðinna útvalinna þjóða að siðvæða og stjórna öðrum.29
Rétt eins og texti Inter Coetera fjórum öldum áður fela orð Kiplings í sér
að forræðishyggja sé siðferðislega rétt og eðlileg skylda ákveðinna hópa,
og tengir jafnframt þennan útvalda hóp \dð félagslega skilgreindan litar-
hátt. Imyndir svokallaðra villimanna á fjarlægum slóðum voru þó vissu-
lega ekki einsleitar, heldur fengu ólíkir þjóðernishópar að einhverju leyti
ólíka stöðu þrátt fýrir að jafhframt væri í mörgum textum fjallað um fólk
í Afríku sem einsleita heild.
Eg ætla hér að gera stuttlega grein fýrir umfjöllun urn tvo þjóðernis-
hópa í suðurhluta Afríku, Khoikhoi og Zúlu sem fengu nokkuð ólíka
stöðu í evrópskum miðlum þrátt fýrir að báðir væru skilgreindir sem
hópar af lægri menningarstigum á gildishlöðnum þróunarstiga evrópskra
Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla íslands, Sagnffæðingafélag íslands, Sögufé-
lag, bls. 424.
27 V Y. Mudimbe, The Idea ofAfrica (Afiican Systems ofThought), Bloomington: Indi-
ana University Press, 1994.
28 Mörgum fræðimönnum finnst gagnlegt að tala um tvö megintímabil nýlendukapp-
hlaups. Hið fyrra gerðist eftir 1500 og sneri að nýlendum í Ameríku og í Austur-
löndum, hið síðara átti sér stað um lok 19. aldar í Afrílcu: P. W. Porter og E. S.
Sheppard, A World ofDijference: Society, Nature, Development, New York og London:
The Guilford Press, 1998, bls. 307-338.
29 Oliver C. Cox, „Race Relations," TheoriesofRace andRacism: A Reader, ritstj. L. Back
ogj. Solomons, London: Routledge, 2000, bls. 71-78.
28