Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Qupperneq 32
KRISTIN LOFTSDOTTIR
þessa tvo þjóðemishópa, Khoikhoi og Zúlu.3/ Slík mþætt staðalmynd af
framandi fólki hefur verið mjög hfseig38 og hefur Afichael Taussig bent á
að hún virðist að einhverju leyti ráðast af tengslum þjóðemishópa \dð
Evrópubúa.39 Mary Louise Pratt nefnir að þegar Evrópubúar komu til
Suður-Afríku tileinkuðu þeir sér staðalmyndir Khoikhoi fólksins sem leit
á San40 fólkið sem villt og hættulegt. En í lok 18. aldar þegar landnem-
tmurn stafaði ekki lengur ógn af San (vegna fjöldamorða og þrælahalds)
var farið að fjalla um þá sem ósnerta og saklausa, eins og þeir hefðu aldrei
átt í samskiptum við Evrópubúa.41 Z. S. Strother hefúr bent á svipað at-
riði í sambandi við Khoikhoi fólkið, en eftir 1720 var farið að fjalla um
Khoikhoi í auknum mæh sem lata og óvirka enda varð hugtakið Hottent-
otti næstum samheiti yfir letingja á ensku eins og sjá má í orðabók ffá
1971.42 Rannsóknir Pratt og Strother draga fram hvemig hnyndir ákveð-
inna hópa hafa verið breytilegar í gegnum söguna.
Staðalmyndir svokallaðra „villimanna“ eru því margflóknar: lögð var
áhersla á grimmd ákveðinna hópa, eins og Zúlu og íbúa konungsríkisins
Dahomey, á meðan aðrir, eins og Khoikhoi, vom áhtnir barnalegir og
saklausir.43 A seinni hluta 19. aldar var hægt, á „vísindalegan“ hátt, að
halda fram eðlisbundnum hugmyndum um einstaklinga og samfélög
með tilvísun í kynþátta- og þróunarhyggju.
37 Bemth Lindfors, „Houentot, Bushman, Kaffir: The Making of Racist Stereotj'pes
in the 19th-century Britain,“ Eiicounter Images in the Meetings ofAfrica and Europe,
ritstj. Mai Palmberg, Uppsalir: The Nordic Affica Institute, 2001, bls. 54-75.
38 Sú fyrri er í anda hugmyndarinnar um hinn göfuga villimann, sú síðari meira í ætt
við sýn Thomasar Hobbes (1588-1670) á líf frummanna sem „vilhmannlegt og
stutt“: Thomas Hobbes, Levithan: Parts I and II, Indianapolis: Bobbs-Merrill Educ-
ational Publishing, 1958, bls. 107.
39 Michael Taussig, Mimesis and Alterity: A Panicular Histoty of the Senses, New York:
Roudedge, 1993.
40 Hugtakið !Kung er einnig oft notað yfir San fólldð.
41 Mary Louise Pratt, „Fieldwork in Common PIaces,“ Writing Culture: The Poetics and
Politics of Ethnography, ritstj. James Clifford og George Marcus, Berkeley: Univer-
sity of California Press, 1986, bls. 27-50, 46.
42 Z. S. Strother, „Display of the Body Hottintot,“ Aficans on Stage: Studies in Ethno-
logical Show Business, ritstj. B. Lindfors, Bloomington: Indiana Universitj7 Press,
1999, bls. 1-61.
43 Kynþáttaflokkanir vom þó fjölbreyttar og þjóðemishópar staðsettir á mismunandi
hátt innan þeirra.
3°