Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 39
BLÁIR MENN OG EYKONAN ÍSLAND
karlmönnum sem voru taldír til „annarra“ kynþátta sem gjarnan voru
gefnir kvenlegir eiginleikar, svo sem skortur á sjálfsstjórn og hugrekki.71
Það einkennir umfjöllun Skímis um Affíku í þessum tveimur árgöngum
sem teknir verða fyrir, að uppistaðan í henni eru nokkuð ýtarlegar ffá-
sagnir um landkönnuði og landnám í Affíku, ffemur en yfirlit yfir sam-
tímaatburði í álfunni eins og annars var venjan í Skími.
Greinarhöfundur Skímis árið 1861 setur ffam undir fyrirsögninni „Aff-
íka“ þá skýringu á umfjöllun sinni að hann muni nú útskýra „í stuttu máli“
landleit og ferðir run þessa heimsálfu. Greinin byrjar á sögulegu yfirHti
könnunar Affíku allt ffá Fönikíumönnum til Vasco da Gama og til sam-
tímans. Umþöllunin skiptist síðan í Mið- og Vestur-Affíku annars vegar
og suðurhluta Afríku hins vegar. I umfjöllun um Vestur-Affíku er fjallað
um ríki þess tíma í stuttu máh ásamt meginstaðháttum. Nokkuð ýtarlega
er fjallað um Þjóðverjann Hemik Barth sem ferðaðist víða um þetta svæði
en einnig er minnst á aðra karlkyns landkönnuði. Mjög stuttlega er þall-
að um Mið-Afríku en nöfn nokkurra karlkyns landkönnuða eru þó talin
upp. Umfjöllunin um Suður-Affíku snýr sér strax að David Livingstone
sem hefur samkvæmt greinarhöfundi „boðað kristna trú villumönnum,
Hottintottum og Köfum“.72 A næstu blaðsíðu á efdr er aftur vísað til
Khoikhoi sem villimanna með þeim orðum að í Kalahari eyðimörkinni
búi „villiþjóðir af Hottintotta kyni“ (bls. 95). Textinn leggur svo áherslu á
landkönnun Livingstones og segir frá því að hann hafi „fundið“ hinar og
þessar ár. Með því að lýsa Livingstone sem „finnanda“ náttúrufyrirbæra
sem fólk á viðkomandi svæðum hefur vafalírið þekkt, er lögð áhersla á vald
hans og hnykkt á myndinni af evrópskum karlmönnum sem uppsprettu
þekkmgar. Greinin endar svo á hugleiðingum um drenglyndi og dáð hins
vestræna karlmanns og mikilvægi þess að „göfga villiþjóðir“.
Ef við lítum nánar á textann sjálfan og athugum hvað hann segir um
íbúa Afríku, þá er það í rauninni harla fátt. L mfjöllumn er einnig nokk-
uð mótsagnakennd. Talað er af virðingu um Ali soldán Sókoto ríkisins
þar sem norðurhluti núverandi Nígeríu og suðurhluti Níger mætast. I
textanum segir að Ah hafi tekið „Barth með virktum og vinsemd, og hét
71 Durwood Ball, „Cool to the End: Public Hangings and Westem Manhood,“ Across
tbe Great Divide: Cultures ofManhood in the America West, ritstj. M. Basso, L. McCall
og D. Garceau, New York: Routledge, 2001, bls. 97-108.
72 Skímir, 1861, bls. 98. Eftirleiðis verður vísað til þessarar greinar með blaðsíðutah
innan sviga í meginmáli.
37