Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Qupperneq 85
„DANSAÐ INNAN KREMLABMÚRA"
Markmið og mikilvægi Moskvamótsins
Mótið í Moskvu árið 1957 var hið sjötta í röð heimsmóta sem haldin
höfðu verið í Austur-EvTÓpu frá lokum síðari heimsstyrjaldar.4 Heims-
rnótin voru haldin til að efla samstöðu andfasískra afla (þ.e. sósíalista) og
ætlað að kynna sósíahska hugmyndafræði og gildi.5 Tvenn æskulýðssam-
tök sósíalista skipulögðu heimsmótin: Heimssamband alþjóðlegrar æsku,
stofiiað í London 1945 með höfuðstöðvar í Búdapest, og Alþjóðasamtök
stúdenta, stofiiuð í Prag 1946 og með aðsetur þar í borg.6 Þessi samtök
voru hluti af stóru neti alþjóðlegra samtaka sem sovésld Kommúnista-
flokkurinn stóð á bak við. Til að veita slíkum samtökum aukið vægi í
hverju landi fyrir sig voru þekktir einstaklingar og virtir menntamenn oft
í forsvari, en tilsögn og stefhumótun kom frá Kreml þó að samtökin hafi
reynt að gefa til kynna að þau væru algjörlega sjálfstæð.7
Alargir áhtu Moskvumótið mildlvægara en fyrri mót enda var þetta í
fyrsta skipti eftir lok stríðsins sem útlendingum var hleypt inn í Sovétrík-
in í svo stórum stíl og tækifærið til að skyggnast á bak við jámtjaldið alla
leið til „háborgar heimskommúnismans“ var mörgum kærkomið. A tím-
um Stalíns hafði Ktið verið um erlenda ferðamenn og námsmenn í Sov-
étríkjunum og það var fyrst eftir andlát emræðisherrans að erlendar
sendinefhdir, námsmenn og ferðamenn áttu greiðari leið þangað. Khrús-
hjov hafði það að markmiði að sanna fyrir heiminum að hann væri leið-
togi sem mark væri á takandi og hann ætlaði sér að sýna fram á að Sov-
étríkin væru jafnoki Bandaríkjanna. Olíkt Stalín rak Khrúshjov áróður
fyrir ffiðsamlegri sambúð stórveldanna og gerðist, a.m.k. í orði, athafha-
samur boðberi friðar og vináttu við önnur lönd.
4 Heimsmótm hafa verið haldin í Prag 1947, Búdapest 1949, Berlín 1951, Búkarest
1953, Varsjá 1955,Moskvu 1957, Vín 1959, Helsinki 1962, Sófíu 1968, Berlín 1973,
Havana 1978, Moskvu 1985, Pyongyang 1989, Havana 1997, Algeirsborg 2001 og
Caracas 2005.
5 Vladimir Aksenov, Looking Forward to the 12th World Youth Festival, Moskva: Nov-
osti Press Agency Pubhshing House, 1985, bls. 13.
6 Joél Kotek, Students and the Cold War, London: St. Martin’s Press, 1996, bls. vii-viii.
Hér er rætt um the World Federation of Democratic Youth (VVTDY) og the
Intematdonal Union of Smdents (IUS).
Sama rit, bls. ix og vii. Kotek, sem rannsakað hefur stúdentahreyfingar í kalda stríð-
inu, heldur því fram að hvor tveggja stúdentasamtökin hafi verið stofnuð að frum-
kvæði sovéska Kommúnistaflokksins og ekki orðið til vegna þrýstings frá áköfum
andfasískum stúdentum eins og sovétyfirvöld reyndu að halda ffam.
§3