Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 123
ISLENSKA OG ENSKA
Ekki er marktækur munur milli landshluta í skoðunum á því hvort
enska eigi að vera vinnumál í íslenskum fyrirtækjum.
Hvað varðar formstýringarspurmngarnar er ekki marktækur munur
milli landshluta, þ.e. á svörum við spumingum um hvort notuð séu of
mörg ensk orð eða hvort búa eigi til íslensk. Ekki er heldur munur á
svörum við orðnotkunarspumingum, t.d. milh þess að nota orðin e-mail
eða tölvupóstur, þótt örhtið hærra hlutfaU þátttakenda af „norðurlandi“
noti orðið tölvupóstur (V30).
Landsbyggðarfólk, sérstaklega „norðlendingar“, er hins vegar jákvæð-
ara en fólk af höfuðborgarsvæðinu gagnvart því að menn noti daglegt
mál í úmarpi og sjónvarpi (V31). Þetta kann að tengjast þeirri hefð-
bundnu hugmynd eða goðsögn að Norðlendingar tah betra mál en aðr-
ir landsmennV
I stuttu máh má segja að munurinn milh landsbyggðar og höfuðborg-
arsvæðis hggi h’rst og fremst í notkun á ensku; enska er minna notuð úti
á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Ekki greinist marktækur munur hvað
varðar strör við öðrum spumingum, nema þegar spurt er um notkun dag-
legs máls í útvarpi og sjónvarpi, og er þá landsbyggðarfólk því meira
fylgjandi.
4.6 Aðeanmr að tölvu
ö * '
Langflestir Islendingar hafa aðgang að tölvum á heimilum sínum. 72,5%
aðspurðra í könnuninni (5 80) höfðu aðgang að tölvum með nettengingu,
11,8% (94) höfðu tölvu án nettengingar og 15,8% (126) höfðu ekld tölvu
á heimilinu.
Eins og við er að búast nota þeir sem hafa tölvu með netsambandi
ensku oftast, en þeir sem ekki hafa tölvu nota hana sjaldnast (V32). Ekki
er hins vegar eins greinilegur munur þegar spurt er í hvaða samhengi
notkunin fór fram. Þeir sem hafa tölvur skrifa þó meiri ensku í vinnu eða
námi, og raunar líka í ffítíma (V33). Sem sé, tölvunotkun fylgir greini-
lega meiri enskunotkun.
Og á sama hátt er munur á skoðunum um formrækt milli hópa eftír
töh'unotkun. Þeir sem ekki hafa tölvur eru mest sammála því að notuð
séu of mörg ensk orð (V34). Einnig kemur ffam \fsbending (p=0,051)
25 Baldur Jónsson, „Afskipti stjómvalda af íslenskum framburði 1940-1984,“ Greinar
af sama meiii belgaðar Indriða Gíslasyni sjötugnm, Reykjavík: Rannsóknarstofriun
Kennaraháskóla íslands, 1998, bls. 229-245.
121