Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 76
HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR
dóttir frúarinnar, blendingsstúlkan Marcela, hefrir Hfað tdllt og óhirt eins
og hvert annað dýr frumskógarins fram á unglingsár. Fyrir tilstuðlan son-
ar landeiganda í héraðinu lærir hún að binda upp hár sitt, skreyta veislu-
borð, raða hnífapörum og hlusta á klassíska tónlist og verða þannig tákn-
mynd konunnar sem tileinkar sér hætti borgaralegra fyrirmynda. Og þrátt
fyrir dreymið tillit, óræðan þokka og ögrandi ímyndunarafl verðm- hún
við átján ára aldurinn boðlegt kvonfang landeiganda af evrópskum upp-
runa. Hún hefur verið tjóðruð og tamin um leið og böndmn er komið yfrr
ógnvekjandi óútreiknanlegan frumkraftinn.
I bókmenntum Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld skjóta þessar
konur upp kollinum aftur og aftur, og þó þeim sé gjarnan komið frnir
kattarnef, spyrna Henrithöfundar álfunnar \dð fótum og gera óánægju-
röddum kvenna skil. Þær neita að láta sífellt smætta sig í hlutverk móð-
urinnar eða hórunnar eða vera skrifaðar út úr textunum ef þær falla ekki
að staðalmyndinni um þæga þjónandi konu. Þær fjalla um konuna sem
ófullnægða kjmveru, virka í pólitískri baráttu og um konur sem einhletqD-
ar, einstæðar, en afgerandi samfélagsverur. Dæmin eru fjölmörg og þó til
séu mýmargar undantekningar er það fyrst upp úr 1960 að hefðbundin
birtángarmynd kvenna fer fyrir alvöru að riðlast. Ritlröfundum hins svo
kallaða blómaskeiðs í bókmenntum Rómönsku Ameríku - boomsins, sem
allir voru karlar, vex ásmegin við sköpun kvenpersóna sinna og þeir gera
bæði tilraunir í persónusköpun og stíl.1' I grundvallaratriðum breyTa þeir
þó ekki grunntóni suður-amerískra bókmennta heldur festa enn í sessi
tengslin milli illbeislanlegra kvenlægra náttúruafla, konunnar og álfunn-
ar. Um leið og rithöfundarnir leggja ofuráherslu á hlutverk sitt sem
hugsandi og gagnrýninna málsvara álfunnar þá staðfesta þeir staðal-
myndir um hana sem mótuðust af sjónarhorni landkönnuðanna tæpum
fimm hundruð árum áður. Skáldsögur þeirra, sem þýddar hafa verið um
allan heim, hafa þannig lagt mikið af mörkum til ímyndasköpunarinnar
um Suður-Ameríku sem duttlungafulla, dimma, seiðandi og kvenlega.
Segja má að perúanski rithöfundurinn Marío Vargas Llosa ryðji brautina
að þessu leyti. Karlveldið, með herinn í fylkingarbrjósti, er miðpunktur
17 Bandaríska fræðikonan Jean Franco heldur því fram í The Declhie and Fall of the Lett-
ered City: Latin America in the Cold War (Cambridge, Mass.: Harvard University Press,
2002) að: „Hetjur ‘boom’ bókmenntanna, sem ávallt eru karlkyns, hitta fyrir drauga
þess útskúfaða (sérstaklega hins kvenlega) og ógæfulegar afleiðingar þess að samsama
það mennska eingöngu valdi náttúrunnar, þegar þeir reyna að finna upp þjóðfélag sem
virkar fjárhagslega án utanaðkomandi stjómunar.“ (bls. 8).
74