Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Síða 239
RÖKRÆÐULÝÐRÆÐI OG FJÖLMENNINGARLEG TOGSTREITA
ekki erfitt að ímynda sér að framferði þeirra geti falið allt þetta í sér. í
þessari áköfu deilu er ekki hlustað á raddir þeirra. Þó að raunveruleg al-
menn umræða hafi orðið á opinberum vettvangi um málið í Frakklandi
og sjálfskoðun þjóðarsálarinnar farið fram í leit að svörum við spurning-
um um lýðræði og mismun í fjölmenningarlegu samfélagi, eins og Ga-
spard og Khosrokhavar hafa bent á,14 þá var varla hlustað á sjónarmið
stúlknanna fyrr en félagsfræðingarnir tóku við þær viðtöl. Jafnvel þó að
stúlkurnar sem málið snerti væru ekki fullorðnar og væru í skilningi lag-
anna enn undir forræði fjölskyldna sinna, þá er sanngjarnt að gera ráð
fyrir því að fimmtán og sextán ára gamlar geti þær gert grein fyrir ffam-
ferði sínu. Ef hlustað hefði verið á raddir þeirra, hefði komið fram að
merkingin sem felst í að bera slæðuna var að breytast frá því að vera trú-
arleg athöfh í að vera tákn um menningarlegt andóf og hafði fengið
aukna pólitíska merkingu. Það má sjá ákveðna kaldhæðni í því að það var
jafhréttishugsjón franska menntakerfisins sem hleypti stúlkunum út úr
feðraveldi heimilisins og inn á opinberan vettvang í Frakklandi og gaf
þeim sjálfstraust og getu til að gefa slœðnnni nýja merkingu. I stað þess að
refsa þeim og líta á athæfi þeirra sem glæpsamlegt, hefði það ekki verið
meira í samræmi við gildi samfélagsins að biðja stúlkurnar að varpa ljósi
á aðgerðir sínar og ffamferði, að minnsta kosti innan skólans, og í kjöl-
farið hvetja til umræðu á meðal ungmenna um hvað felst í því að vera
múslímskur þegn í franska lýðveldinu sem aðskilur ríki og trú? Því mið-
ur var þaggað niður í röddum þeirra sem bannið við því að bera slæðuna
við vissar aðstæður snerti mest.
Eg held því hvergi fram í þessari umfjöllun að lagaleg viðmið skuli eiga
upptök sín í samræðuferli. Lögmæti lagasetningarinnar er heldur ekki í
húfi í þessu dæmi heldur fremur lýðræðislegt réttmæti löglegrar, en að
mínu mati óskynsamlegrar og ósanngjarnrar, ákvörðunar. Það hefði bæði
verið lýðræðislegra og sanngjarnara ef skólayfirvöld hefðu látið hjá líða
að gefa aðgerðum stúlknanna merkingu fyrir þær og stúlkunum hefði
verið gefinn kostur á að láta skoðanir sínar í ljós og útskýra aðgerðir sín-
ar opinberlega. Hefði það breytt eða ætti það að hafa breytt ákvörðun
franska ríkisráðsins?15 Ef til vill ekki, en það hefði átt að endurskoða
14 Franjois Gaspard og Farhad Khosrokhavar, Le Foulard et la République, París: Dé-
couverte, 1995.
Conseil d’Etat, Ríkisráðið, er æðsti stjómsýsludómstóll í Frakklandi, athugasemd
þýðanda.
15