Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 49
VIÐ OGHINIR
legn skipulagi. Þar geta tungumál, trú, uppruni og svæðisbundin afimörk-
un (þý. Territorialisiemng) skipt máli en afmarkandi þætti er unnt að end-
urskdgreina eftir þörfumd
I lagskiptu (hierarkísku) bændasamfélagi eru stéttaandstæður eða
kynjamunur ekki mikilvægasta forsenda aðgreiningar í hópa. Húskarlar
stóðu yfirleitt ekki saman gegn bændum eða konur gegn körlum. A hinn
bóginn hafa „etnískar sjálfsmyndir“ trúlega falhð betur að valdakerfi
samfélags sem byggði á stigveldi án slíkra andstæðna. Því verður nú hug-
að að þessari sjálfsmymd og hlutverki hennar innan íslensks bændasamfé-
lags miðalda, sem var samfélag af þessu tagi. Meðal annars verður reynt
að meta hvenær og með hvaða hættd Islendingar fóru að gera greinarmun
á sjálfum sér og öðrum. Hvemig var hin etníska sjálfsmynd Islendinga
mótuð á miðöldum, hverjir áttu þátt í að móta hana og í hverju fólst sá
mannamunur?
Hverjir eru vhinir“?
Framandleiki (e. othemess-, n. annenhet) er margbrotið og vandmeðfarið
hugtak. I framandleika felst aðgreining þar sem gerður er greinarmunur
á okkur og hinum. Hvemig greint er á milli ræður úrshmm um sjálfs-
mynd hóps og hugmyndir hans um aðra. Ymsir þættir greina menn að en
þeir em ekki ahtaf þeir sömu og vægi þeirra ekki ávaht hið sama. Rætur
þess hvað verður fyrir valinu figgja í samfélagsgerð og almennu hugarfari.
Skipting í okkur og hina er eitt höfuðviðfangsefni fræða sem snúast
um menn og umhverfi þeirra. Algengt er að gera ráð fyrir því sem kall-
að er „eðlileg“ þjóðhverfa (emósentrismi). Þeir sem tilheyra sama menn-
ingarhóp em við en þeir sem ekki gera það hinir. Orð eins og „ixman-
garðs“ og „utangarðs“ em þá nomð til að lýsa stöðu fólks gagnvart
tiltekmim hópi.5 6 Garðurinn getur þó ekkert síður verið huglægur. I
fomu íslensku lagamáli er talað um menn sem em „údendir og ókunnir“
5 Sjá t.d. Reinhard Wenskus, Stammesbilditngund Verfassimg. Das Werden derfriihmitt-
elalterlichen gevtes, Köln og Graz, 1961, bls. 93; Patrick Amory, People andIdentity in
Ostrogothic Italy, 489-554 (Cambridge Studies in Medieval Life and Thought),
Cambridge: Cambridge University Press, 1997, bls. 3; Walter Pohl, „Conceptions
of Ethnicity in Medieval Studies", Archaeologia Pologna, 29 (1991), bls. 39H-9.
6 Kirsten Hastrup, Culture and History in Medieval Iceland. An Anthropological Analysis
of Structitre and Change, Oxford: Oxford University Press, 1985, bls. 141.
47