Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 107
ÍSLENSKA OG ENSKA
ræða enduróm af lærdómi sem þeir hafa tdleinkað sér í námi erlendis, en
líklegt má telja að hinir nýju tímar eigi hér líka hlut að máli. Gildismat-
ið hjá sumum yngri fræðimönnum er greinilega annað en þeirra sem fyrr
litu á það sem skyldu sína að aðlaga fræði sín íslenskum aðstæðum.
Spurning er að hve miklu leyti íslenskur almenningur tekur undir þessar
nýju hugmyndir menntamanna. Hefur orðið breyting á íslensku „mál-
ræktarloftslagi“?
3 Non~æn skoðanakönnun
Stöðuvandinn sem fylgir návígi milli ensku og íslensku býður rarmar
einnig upp á formvanda, sem er smitun milli málanna og auðvitað fyrst
og fremst á annan veginn, þ.e. frá ensku til íslensku.12 Enskan er það sem
kallað hefur verið veitimál, en það er málið þaðan sem áhrifin berast og
er jafnan hið sterkara af tveimur tungumálum sem snertast.13 Formáhrif-
in frá ensku á íslensku koma fyrst og fremst í gegnum orðaforðann,
þannig að ensk orð og orðasambönd eru notuð í íslensku tali. Og þetta
er alþjóðlegt fyrirbrigði, því í Þýskalandi, Frakklandi og á Norðurlönd-
um og út um allan heim verður vart við ensk áhrif á heimamálin og að
sama skapi ræða menn um þessi málefni víðar en á Islandi. A undanförn-
um árum hefur, eins og minnst var á, verið unnið að rannsókn á erlend-
um áhrifum á orðaforða norrænna mála. Um er að ræða mjög viðamikið
verkefni sem nær til allra Norðurlanda nema Grænlands. Aðalskipu-
ingur hefur talað gegn íslenskri málstefhu í fyrirlestrum, sem birst hafa í Kisturmi,
veftímariti um hugvísindi\ „Hnattvæðing og íslensk þjóðarímynd. Tveir pólar á sama
ás.“ Fyrri hluti. Fyrirlestur í Norræna húsinu 11. september 2001; ,AIál valdsins -
vald málsins." Hádegiserindi flutt í Norræna húsinu í fyrirlestraröð Sagnfræðinga-
félags Islands: Hvað er vald? 25. janúar 2005. Aldarfjórðungi fyrr hafði Gísli Pálsson
talað gegn „málveirufræðingum": „Vont mál og vond málfræði. Um málveirufræði“,
Skímir 153. ár (1979), bls. 175-201 (sbr. líka viðbrögð Þorvaldar Búasonar í Frels-
inu 1980).
12 Raunar smitar íslenskan enskuna sem Islendingar nota, bæði hvað varðar framburð
og orðanotkun. Og oft er sú enska sem heyrist hér á landi býsna óburðug, þótt sjálfs-
áht Islendinga hvað enskukunnáttu varðar sé talsvert.
13 Sjá um þetta t.d. Uriel Weinreich, Languages in Contact. Findings and Problems, The
Hague: Mouton Publishers, 1979 og Carol Myers-Scotton, Contact Linguistics. Bi-
lingual Encounters and Grammatical Outcomes, Oxford: Oxford University Press,
2002. Einnig er fjallað um þetta hjá Hönnu Oladóttur, Pizza eða flatbaka? Viðhorf24
Islendinga til erlendra máláhrifa á tslensku, ritgerð til M.A. prófs. Háskóla Islands,
2005, bls. 21-24.
io5