Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 221
TVISTRUN ÞJOÐARINNAR
sínum, þann reit á útlendri jörð sem mun ætíð vera England. Enska veðr-
ið vekur einnig upp minningar um demónískan tvífara sinn: indverska
hitann og rykið, myrkt tómið í Afríku, ringulreið hitabeltisins þar sem
einræði og upplausn var talin ríkja og því verðugt verkefni fyrir siðfág-
unarherferð. Þessi landakort ímyndunaraflsins sem spönnuðu lönd og
heimsveldi eru að breytast, þessi ímynduðu samfélög sem léku á einróma
mörkum þjóðarirmar syngja með öðrum röddum. Eg byrjaði á tvístrun
fólksins víða um lönd en ég vil ljúka þessu með samfundi þeirra í borg-
inni. Endurkoma hins brottflutta; efdrlendubúans.
Hcindsrworth Songs, hitabeltis-London í sögu Rushdies, endurskírð á
gróteskan hátt sem Ellowen Deeowen í skopstælingu farandmannsins. Inn-
flytjendurnir, minnihlutahóparnir, þeir brottfluttu - allt kemur þetta fólk
tál borgarinnar til að breyta sögu þjóðarinnar. Eg hef bent á að fólkið
komi í ljós í endanleika þjóðarinnar, marki þau skil sem einkenna menn-
ingarlegan sjálfskilning, skapi tvíeggjaða orðræðu um félagsleg svæði og
tíma. En á Vesturlöndum, og í vaxandi mæli annars staðar líka, er það
borgin sem skapar það rými þar sem nýjar sjálfsmyndir og félagslegar
hreyfingar fólksins eru reyndar. A okkar tímum er það í borginni sem
margbreytileiki lífsins er reyndur á hvað skarpastan hátt.
Eg hef ekki reynt að setja fram neina almenna kenningu með texta-
sprotunum í þessum kafla heldur aðeins ákveðna skapandi spennu um
margbreytileika tungumálsins á ýmsum stöðum í lífinu. Eg hef tekið
mið af leyndardómsfulla óstöðugleikanum hjá Fanon og samsíða tíðun-
um hjá Kristevu og lagt það við „hina ósamlíkjanlegu frásögn“ nútíma
sögumannsins hjá Benjamin, ekki til að boða sáluhjálp heldur það
hvernig fólkið lifir af á undarlegan hátt í menningunni. Því það er að-
eins með því að lifa á mörkum sögunnar og tungumálsins, á mörkum
kynþáttar og kyns, sem við erum í aðstöðu til þess að þýða mismuninn
þeirra á milli sem eins konar samstöðu. Eg lýk þessum kafla með
margþýddu broti úr ritgerð Walters Benjamin „The task of the trans-
lator“. Eg vona að nú megi lesa það út frá jaðri þjóðarinnar, frá skiln-
ingi borgarinnar og frá útjaðri fólksins, í menningarlegri tvístrun allr-
ar þjóðarinnar.
Því á sama hátt og brot amfórunnar verða að falla hvert að öðru
í smæstu atriðum en þurfa þó ekki að vera eins til að hægt sé að
skeyta þau saman, verður þýðingin, í stað þess að líkjast merk-
2I9