Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 116
KRISTJÁN ÁRNASON
4.1 Kyn
Kynjamunur í málhegðun og skoð'unum hefur oft þótt fróðlegur í félags-
málfræðilegri umræðu og ólík hegðun kvnjanna er tahn geta varpað ljósi
á málþróunina. En ef við byrjum á því að athuga hvort kjmin nota ensk-
una mismikið, þá kemur í ljós að ekki var mikill munur á enskunotkun
karla og kvenna. Nokkru hærra hlutfall karla en kvenna (30,2% á móti
21,7%) segist þó hafa notað ensku oft á dag. Ekki er heldur mikill mun-
ur milli kynjanna þegar litið er á aðstæðurnar sem enskan er notuð við (í
\dnnu, námi, við bóklestur eða tal í frítíma). Það eina sem munar er að
karlar tala meiri ensku í vinnu eða námi en konur.
Þegar spurt er hvernig mönnum litist á það ef allir í heiminum hefðu
ensku sem móðurmál eru konur hins vegar neikvæðari en karlar. 50,5%
karla eru algerlega ósammála því að best væri ef allir í heiminum töluðu
ensku, en 58% kvenna (V2). Konm' eru líka neikvæðari gagnvart því að
enska verði vinnumál í íslenskum hu'irtækjum (V3).
I formræktarspurningunum kemur einnig fram skýr munur á kynjun-
um. Konur eru meira sammála þeirri fullyrðingu en karlar að notuð séu
of mörg ensk orð í íslensku og þær eru líka heldur jákvæðari gagnvart þ\'í
að búa til íslensk orð (V4-5). Einnig kemur fram að konur eru síður
hlynntar því en karlar að starfsfólk útvarps og sjónvarps noti sitt daglega
mál (V6). Þessar tölur eru mjög vel marktækar og virðist mega túlka
þetta svo sem konur séu hlynntari stöðlun en karlar.
Svo vikið sé að orðnotkunarspurningum, þá er ekki, frekar en við var
að búast, marktækur munur á viðbrögðum kynjanna þegar þau eru spurð
hvort þau noti íslensku orðin lífvörður og hönnun á móti bodyguard og de-
sign. Islensku orðin hafa algerlega vinninginn, eins og við höfrun séð. En
baráttan milh orðanna e-mail og tölvupóstur er því áhugaverðari frá félags-
málfræðilegu sjónarmiði. Að eigin sögn nota konur enska orðið e-mail
meira en karlar (V7). Þetta karrn að virðast í ósamræmi við það að konm'
hafa meiri áhyggjur en karlar af notkun enskra orða. Það er engu líkara en
konur séu meiri „hreintungusinnar“ í orði en á borði, ef svo má segja.
Félagsmálfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að konur hafa meiri til-
hneigingu en karlar til að íylgja þeim viðmiðum sein njóta ihðurkenning-
ar í samfélaginu og þær tala gjarna „betra mál“. Þetta á t.d. við um fram-
burðareinkenni í breskri ensku.20 Það að konur eru oftar en karlar
20 Sbr. Peter Trudgill, „Sex, Covert Prestige and Linguistic Change in the Urban Brit-
ish English of Norwich," Language in Society 1:179-96, 1972. Peter Trudgill, Social