Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Side 57
VIÐ OG HINIR
aldarsögunnar, í þeirri kristnuðu og grísk-rómversku mynd sem íslensk-
ir menntamenn höfðu tileinkað sér.
Aðgreining í íslensku miðaldasamfélagi
Upp úr 1100 tók fólk sem bjó á Islandi að framleiða ritheimildir í stór-
um stíl. Ritvæðing samfélagsins tengist breyttri heimsmynd þar sem hún
gaf færi á að lýsa heiminum og varðveita þá þekkingu með öðrum hætti
en hafði áður verið mögulegur. Ritvæðing tengist einnig valdastofnun-
um, innlendum sem erlendum, sem stuðluðu að henni. Sagnaritun skipt-
ir hér miklu máli enda er sjálfsmynd hóps bæði bundin hugmyndum hans
um eigin sögu og valdastofhunum. Fyrstu sagnaritararnir voru prestar og
goðorðsmenn, þar kunnastir Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133) og
Ari fróði Þorgilsson (1067-1148). Þeir voru hluti af litlum hópi for-
göngumanna sem átti í töluverðum samskiptum innbyrðis, t.d. var Sæ-
mundur einn þeirra sem Ari sýndi handrit sitt að Islendingabók. Vísinda-
heimspekingurinn Ian Hacking hefur lýst því hvernig nýr rökfærslustíll
verður einmitt til með félagslegum samskiptum og samningum í htlum
hópum.28 Nú er óvíst hvort „stíll“ þeirra Ara og Sæmundar var nýr, en
a.m.k. má tala um nýsköpun hvað varðar umhverfí (Island) og miðil (ís-
lenskt ritmál). Einnig mætti kalla verk þeirra afhjúpun á kristilegum rök-
færslustíl í nýju samhengi.29 Einkenni þessa nýja samhengis er innlend
saga sem er tengd við erlenda einstaklinga og atburði af vissu tagi.
Verk Sæmundar eru að mestu leyti glötuð, en hann er talinn hafa skrif-
að um veraldarsögu og sögu Norðurlanda. I Islendingabók sinni tengir
Ari sögu Islands við almenna sögu með því að rekja höfðingjaættir frá
Yngva Týrkjakóngi. Þeir Islendingar sem koma við sögu eru biskupar,
lögsögumenn, fróðleiksfólk af goðaættum og ekki síst forfeður Ara sjálfs,
Breiðfirðingar. Ari tengir einnig sögu Islands við sögu hins kaþólska
heims með tilvísunum í erlenda atburði sem gerðust um svipað leyti.
Olafur Tryggvason Noregskonungur er mikilvæg persóna í sögu Ara og
andlát hans er einn þriggja atburða sem Ari lætur marka tímamót og fell-
28 Hacking, „„St£ll“ íyrir sagnfræðinga og heimspekinga“, bls. 254.
29 Um hugtökin nýsköpun og afhjúpim sjá Þorsteinn Gylfason, „Vítamín, skuld og vals“,
Hebnspekimessa. Ritgerðir handa Mikael M. Karlssyni prófessor sextugum, ritstj. Krist-
ján Kristjánsson og Logi Gunnarsson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2003, bls. 105-22
(bls. 119-20).
55