Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 89
„DANSAÐ INNAN KREMLARMIJRA"
telja.18 Ur mörgri var að velja og ekki ofsögum sagt að þrjátíu þúsund er-
lendir fulltrúar og um sextíu þúsund sovéskir gestir hafi sett mikinn svip
á borgina þessar tvær sumarvikur.
Meðan á hátíðinni stóð voru þúsundir lögreglumanna tiltækar í
Moskvu enda í mörg horn að líta þegar stórviðburðir af þessu tagi eru
haldnir.19 Sovétyfirvöld voru með\ituð um þá ímynd sem andstæðingar
Sovétríkjanna á Vesturlöndum höfðu af sovéskum raunveruleika og
reyndu því að láta lítið fara fyrir öryggisgæslu. Segja má að farðu mikið
frjálsræði hafi ríkt í samskiptum sovétborgara við útlendingana en þar
með er ekki sagt að stjórnvöld hafi algjörlega horft framhjá „ósósíalískri“
hegðun sovésks æskulýðs; þau höfðust þó minna að en búist var við og
létu sér oftast nægja að skrá frávik frá fyrirmyndarhegðun í dagbók lög-
reglu.20 Eftirht kom því ekki í veg fyrir að heimsæskan skemmti sér vel
saman en skráningar lögreglu sýna samt svo ekki verður um villst að
stjómvöld höfðu töluverðar áhyggjur bæði af upphfun útlendinganna og
hegðun sovéskra þátttakenda.21
„Heimsborg eða sveitaþorp?íC-22
Sovétyfirvöld vissu sem var, að umræða um vináttu og frið dygði ekki til
þess að sannfæra æskulýðinn um afirek sósíalismans. Þau lögðu því
áherslu á áþreifanleg sönnunargögn um að Sovétríkin væm stórveldi
tæknilegra framfara og að hinn sósíalíski hfsstíll væri æðri hinum kapítal-
íska. I þessum tilgangi var sérstakur leikvangur, Lenínleikvangurinn
Luzhniki, byggður fyrir mótið í Moskvu og stórri landbúnaðarsýningu
18 Sama heimild. Málaramir níu voru þeir Benedikt Gunnarsson, Bragi Asgeirsson,
Eiríkur Smith, Guðmundur Guðmtmdsson, Hafsteinn Austmann, Hrólfur Sigurðs-
son, Jóhannes Geir, Karl Kvaran og Sigurbjöm Kristinsson. Frímerkjasaíharamir
vom þeir Haraldur Gunnlaugsson, Jón Öm Snæland og Sigurður Þorsteinsson.
19 Skipulag hátíðarinnar var í höndum ungliðahreyfingar Kommúnistaflokksins,
Komsomol, en innanríkisráðuneytið sá um að halda uppi lögum og reglu á hátíð-
inni. Flest ráðuneytd og stofhanir bæði ríkis og flokks komu að hátíðinni á einn eða
annan hátt.
20 Fjölmörg dæmi er að finna í dagbók lögreglu ffá tímum hátíðarinnar. Sjá GA RF, f.
R-9401, op. 1, d. 491.
21 I daglegum skýrslum lögreglu sem sendar vora til miðstjómar Kommúnistaflokks-
ins og fleiri mikilvægra stofnana í sovéskri stjómsýslu á hverjum degi meðan á há-
tíðinni stóð er öllum undantekningum frá fýrirmyndarraunveraleikanum lýst.
22 Magnús Þórðarson, Mótið í Moskvu, bls. 51.
87