Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 257
ROKRÆÐULYÐRÆÐI OG FJOLMENNINGARLEG TOGSTREITA
mið kemur fram einmitt vegna þess að menn skoða veruleikann sem þeir
búa í út frá meginreglum og fyrirheitum sem ná út yfir þennan veru-
leika.32 Spurningin sem hér skiptir máli er þess vegna: Getur tiltekið við-
miðanalíkan gert okkur kleift að greina í sundur og flokka hinar skyn-
samlegu meginreglur sem liggja að baki þeim venjum og stofhunum sem
til eru, svo að í kjölfarið sé hægt að hafa þær skynsamlegu niðurstöður
sem út úr því koma til hliðsjónar, þegar við skoðum á gagnrýninn hátt
þau lýðræðisríki sem til eru í raun? Sumir rökræðulýðræðissinnar halda
því fram að vandamálið sé ekki einungis fólgið í því að samræmi skorti
milli þess sem er viðmiðandi mynstur hegðunar og hugmynda og þess
sem reynslan segir okkur, heldur að það kunni að vera einhver alvarleg-
ur galli á viðmiðunarlíkaninu sjálfu. Þeir sem halda þessu fram benda
venjulega á einhverja djúpstæða vitsmuna- og tilfinningalega hlutdrægni
sem síðan á að nota til að þagga niður í sumum þátttakendum lýðræðis-
legra rökræðna.
Asökunin um þekkingarlega hlutdrægni birtist í mismunandi myndum.
Sú fyrsta er að líkan rökræðulýðræðis geti ekki rúmað mjög ólíkar, jafh-
vel ósammælanlegar, trúar- og hugmyndafræðilegar heildir; önnur að sú
áhersla sem í umræðulíkaninu er lögð á að „rök sem gefin séu á opinber-
um vettvangi séu hagstæð fyrir tjáningu sem á sér engan augljósan upp-
runa og dregur ekki taum neins“, þriðja, skilyrðið sem sett er um að ná
„samkomulagi sem stutt er með rökum“, sérstaklega eins og það birtist
hjá Jurgen Habermas, setur kröfunni um sameiginlegt samkomulag of
þröngar skorður, skilyrðið er bæði óraunhæft og útilokandi.
Osammælanleiki. I ljósi röksemdanna hér að ofan langar mig til að rifja
upp þær fullyrðingar sem voru settar fram í öðrum kafla þessarar bókar
til höfuðs djúpstæðum ósammælanleika. Mig langar að undirstrika að
djúpstæður ósammælanleiki er afstaða sem er ósamkvæm sjálfri sér, því ef
slrkur ósammælanleiki milli kerfa og heimsmynda væri til staðar, værum
við ekki fær um að vita af því vegna þess að við værum ekki fær um að til-
greina í hverju hann fælist. Ur því að við tilheyrum sama þekkingarkerfi,
erum við oftar en ekki meðvituð um að sumar skoðanir okkar kunni að
vera ósamrýmanlegar og í andstöðu við viðhorf samborgara okkar. Svo
kann einnig að vera að okkur gruni að sumar af hugmyndum þeirra
skorti vitsmunalegan rökstuðning, en á opinberum vettvangi í frjálslynd-
32 Sjá Seyla Benhabib, Critique, Norm, and Utopia: A Study of the Normative Functions of
Critical Theory, New York: Columbia University Press, 1986.
255